Handbolti

Sportpakkinn: „Þurfum að taka til hendinni í líkamlega þættinum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur segir að bæta þurfi þrek og líkamsstyrk íslenskra handboltamanna.
Guðmundur segir að bæta þurfi þrek og líkamsstyrk íslenskra handboltamanna. mynd/stöð 2

Í dag er vika síðan íslenska karlalandsliðið í handbolta lauk keppni á EM 2020. Arnar Björnsson settist niður með landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni og fékk hann til að gera Evrópumótið upp.

Guðmundur kveðst heilt yfir ánægður með frammistöðu Íslands á EM. Hann segir þó að íslenska liðið geti enn bætt sig og nefnir í því samhengi líkamlega þáttinn.

„Það reynir verulega á líkamlega þáttinn þegar þú ert kominn svona langt og spilar sjö leiki á tólf dögum. Þarna þurfum við að taka til hendinni. Við þurfum að bæta þrekið og líkamsstyrk,“ sagði Guðmundur og bætti við að í íslenska liðinu séu nokkrir ungir leikmenn sem eigi enn eftir ná fullum styrk.

Guðmundur segir að Íslendingar geti litið til Norðmanna þegar kemur að líkamlega þættinum.

„Ef ég horfi á lið Norðmanna finnst mér þeir vera í afskaplega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Það geislar af þeim. Við þurfum að skoða hvað þeir eru að gera umfram okkur,“ sagði Guðmundur.

Nánar verður rætt við Guðmund í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

Klippa: Vantar meiri líkamsstyrk

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×