Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 18:50 John Bolton. AP/Luis M. Alvarez Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent