Fótbolti

Björn Berg­mann á leið til Kýpur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn er að öllum líkindum á leið frá Rostov.
Björn er að öllum líkindum á leið frá Rostov. vísir/getty

Björn Bergmann Sigurðarson verður að öllum líkindum lánaður til kýpversku meistaranna í APOEL út tímabilið.

Íslendingavaktin greindi fyrst frá tíðindunum.

Björn er á mála hjá Rostov í Rússlandi en APOEL fær Björn líklega lánaðan út leiktíðina með möguleika á forkaupsrétti eftir tímabilið.

APOEL er meistari á Kýpur en er nú í þriðja sæti deildarinnar en þjálfari liðsins er Norðmaðurinn Kåre Ingebrigtsen sem hefur meðal annars þjálfað Rosenborg.







Í yfirlýsingu APOEL segir að Björn sé væntanlegur til Kýpur á morgun þar sem vonast sé til að gengið verði frá samningunum.

Kýpur verður sjötta landið sem Björn spilar í en áður hefur hann spilað á Íslandi, í Noregi, á Englandi, í Danmörku og í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×