Innlent

Segja manninn hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Torrevieja þar sem fólkið hefur verið búsett.
Frá Torrevieja þar sem fólkið hefur verið búsett. Getty/Blom UK

Lögreglan á Spáni bíður nú niðurstöðu krufningar á líki 66 ára gamals Íslendings sem lést í Torrevieja á Spáni í gærmorgun.

Fertugur Íslendingur er í haldi lögreglu vegna málsins, stjúpsonur mannsins sem lést. Að því er greint er frá á norska miðlinum SpaniaAvisen, sem sérhæfir sig í fréttum frá Spáni, var það um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags sem stjúpsonurinn ruddist inn á heimili móður sinnar og mannsins í Los Balcones-hverfinu í Torrevieja.

Þar kom til átaka á milli mannanna tveggja sem lauk með því að fertugi maðurinn hrinti stjúpföður sínum á glugga með þeim afleiðingum að glugginn brotnaði.

Við það hlaut maðurinn marga skurði, missti mikið blóð og lést. Þá hefur SpaniaAvisen upplýsingar um að stungusár hafi verið á líkama mannsins sem ekki séu vegna glerbrota úr glugganum.

Vísir hafði samband við lögregluna í Torrevieja sem vildi engar upplýsingar veita.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×