Körfubolti

Leik Þórs og KR frestað aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frestunin í kvöld ætti að auka líkurnar á því að Jakob Örn Sigurðarson veðri leikfær þegar leikurinn verður loksins spilaður.
Frestunin í kvöld ætti að auka líkurnar á því að Jakob Örn Sigurðarson veðri leikfær þegar leikurinn verður loksins spilaður. Vísir/Vilhelm

Ekkert verður af því að leikur Þórs og KR fari fram á Akureyri í kvöld.

Leikurinn var hluti af elleftu umferðinni í Domino´s deild karla í körfubolta og átti fyrst að fara fram 19. desember síðastliðinn.

Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR, og dómarar leiksins tóku þá flug til Akureyrar um morguninn en flug seinna um daginn var fellt niður. Þeir leikmenn KR sem ætluðu með því flugi komust ekki norður ekki frekar þeir leikmenn KR sem fóru akandi því þeir urðu að snúa við á Blönduósi vegna veðurs. Leiknum var því frestað.

KKÍ setti leikinn aftur á í kvöld en nú hefur honum verið frestað vegna slæms veðurs.

Það gæti orðið erfitt að koma leiknum aftur á enda er mikið um leiki hjá liðunum í janúar.

Líklegast er því að hann verði ekki spilaður fyrr en í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×