Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 20:00 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40