Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Tryggvi Páll Tryggvason, Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 05:30 Á myndinni má sjá Flateyri, þar sem tvö flóð féllu. Þá féll flóð í Súgandafirði sem olli bylgju á Suðureyri. Grafík/Hjalti - grunnur af Map.is Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Talið á pari við snjóflóðið á Flateyri 1995 Snemma var ljóst að annað snjóflóðið sem féll við Flateyri hafði valdið talsverðu tjóni á höfninni og bátum sem þar lágu við bryggju. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, lýsti tjóninu sem varð á höfninni í viðtali við Vísi.„Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið,“ sagði hann.Íbúar brugðust hratt við en glögglega mátti heyra í samtölum fréttamanna fréttastofunnar við íbúa bæjarins skömmu eftir að snjóflóðin féllu að íbúum var mjög brugðið. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á bæinn þann 26. október 1995 og líklegt er að snjóflóðin tvö í gærkvöldi hafi ýft upp gömul sár. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í nótt að það liti út fyrir að snjóflóðin í gær hafi verið pari við það sem féll árið 1995.Því er ljóst er að snjóflóðavarnargarðarnir sem reistir voru eftir snjóflóðið mannskæða hafi bjargað miklu í kvöld en á skýringarmyndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir beindu snjóflóðunum frá byggð. Svona var umhorfs í höfninni á Flateyri í nótt.Steinunn Guðný Einarsdóttir Þó virðist sem svo að annað snjóflóðið, hafi náð að klóra sig yfir varnargarðinn og á hús í jaðri bæjarins. Þannig lýsti Steinunn Guðný Einarsdóttir því í samtali við Vísi hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ sagði Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ bætti hún við. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/jói k Rýmingin hefði hafist mörgum dögum áður væru varnargarðarnir ekki til staðar Aðspurður um hvort varnargarðurinn hafi staðið sig í stykkinu sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar að ef ekki væri fyrir þessa varnargarða hefði rýming bæjarins hafist fyrir mörgum dögum síðan. Guðmundur var staddur í aðgerðarstjórn á Ísafirði í nótt. „Sem bæjarstjóri er hugur manns fyrst og fremst hjá þessu viðbragðsfólki og þessari hetjudáð. Við hrósum happi yfir því að allir séu óhultir og heilir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi á fjórða tímanum í nótt.„Við erum ótrúlega þakklátt fyrir það hversu frábært fólk við eigum. Þau hafa unnið einhvers konar kraftaverk að koma þessu fólki til bjargar.“Ljóst er að vera varðskipsins Þórs á Ísafirði hefur auðveldar aðgerðir á vettvangi þar sem vegir til og frá Flateyri eru ófærir. Þannig mátti á nokkrum klukkustundum flytja björgunarsveitir og aðra til starfa á Flateyri, auk þess sem að hægt var að flytja stúlkuna sem lenti í snjóflóðinu til Ísafjarðar.Þá mun Þór halda aftur á Flateyri með teymi sem veitt getur áfallahjálp og opnað fjöldahjálparstöð þar sem íbúar geta sótt aðstoð. Reiknað er með að Þór verði kominn aftur á Flateyri um hádegisbilið. Mikið eignatjón varð í höfninni á Flateyri.Mynd/Magnús Einar Flóðbylgja skall á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum.Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsti því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennarer ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð.„[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað.Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri sagði í samtali við Vísi að ljóst væri að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann og bætti við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Fimmtán til tuttugu manna sveit björgunarsveitarmanna stóð vaktina á Suðureyri í nótt þar sem talin er talsverð snjóflóðahætta, þó ekki í hlíðinni fyrir ofan bæinn.Fylgst var grannt með gangi mála á Vísi í nótt og lesa má allt það helsta í Vaktinni hér að neðan.
Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Talið á pari við snjóflóðið á Flateyri 1995 Snemma var ljóst að annað snjóflóðið sem féll við Flateyri hafði valdið talsverðu tjóni á höfninni og bátum sem þar lágu við bryggju. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, lýsti tjóninu sem varð á höfninni í viðtali við Vísi.„Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið,“ sagði hann.Íbúar brugðust hratt við en glögglega mátti heyra í samtölum fréttamanna fréttastofunnar við íbúa bæjarins skömmu eftir að snjóflóðin féllu að íbúum var mjög brugðið. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á bæinn þann 26. október 1995 og líklegt er að snjóflóðin tvö í gærkvöldi hafi ýft upp gömul sár. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í nótt að það liti út fyrir að snjóflóðin í gær hafi verið pari við það sem féll árið 1995.Því er ljóst er að snjóflóðavarnargarðarnir sem reistir voru eftir snjóflóðið mannskæða hafi bjargað miklu í kvöld en á skýringarmyndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir beindu snjóflóðunum frá byggð. Svona var umhorfs í höfninni á Flateyri í nótt.Steinunn Guðný Einarsdóttir Þó virðist sem svo að annað snjóflóðið, hafi náð að klóra sig yfir varnargarðinn og á hús í jaðri bæjarins. Þannig lýsti Steinunn Guðný Einarsdóttir því í samtali við Vísi hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ sagði Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ bætti hún við. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/jói k Rýmingin hefði hafist mörgum dögum áður væru varnargarðarnir ekki til staðar Aðspurður um hvort varnargarðurinn hafi staðið sig í stykkinu sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar að ef ekki væri fyrir þessa varnargarða hefði rýming bæjarins hafist fyrir mörgum dögum síðan. Guðmundur var staddur í aðgerðarstjórn á Ísafirði í nótt. „Sem bæjarstjóri er hugur manns fyrst og fremst hjá þessu viðbragðsfólki og þessari hetjudáð. Við hrósum happi yfir því að allir séu óhultir og heilir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi á fjórða tímanum í nótt.„Við erum ótrúlega þakklátt fyrir það hversu frábært fólk við eigum. Þau hafa unnið einhvers konar kraftaverk að koma þessu fólki til bjargar.“Ljóst er að vera varðskipsins Þórs á Ísafirði hefur auðveldar aðgerðir á vettvangi þar sem vegir til og frá Flateyri eru ófærir. Þannig mátti á nokkrum klukkustundum flytja björgunarsveitir og aðra til starfa á Flateyri, auk þess sem að hægt var að flytja stúlkuna sem lenti í snjóflóðinu til Ísafjarðar.Þá mun Þór halda aftur á Flateyri með teymi sem veitt getur áfallahjálp og opnað fjöldahjálparstöð þar sem íbúar geta sótt aðstoð. Reiknað er með að Þór verði kominn aftur á Flateyri um hádegisbilið. Mikið eignatjón varð í höfninni á Flateyri.Mynd/Magnús Einar Flóðbylgja skall á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum.Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsti því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennarer ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð.„[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað.Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri sagði í samtali við Vísi að ljóst væri að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann og bætti við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Fimmtán til tuttugu manna sveit björgunarsveitarmanna stóð vaktina á Suðureyri í nótt þar sem talin er talsverð snjóflóðahætta, þó ekki í hlíðinni fyrir ofan bæinn.Fylgst var grannt með gangi mála á Vísi í nótt og lesa má allt það helsta í Vaktinni hér að neðan.
Almannavarnir Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. 15. janúar 2020 04:08
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42
Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59