Guð forði þjóðinni frá „sjálftökuherranum við Austurvöll“ Vilhelm Jónsson skrifar 15. janúar 2020 13:00 Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laugardalsvöllur Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun