Erlent

Dó þegar stærðarinnar málmplata lenti á húsi hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst tveir aðrir létu lífið og átta eru slasaðir, þar af einn alvarlega.
Minnst tveir aðrir létu lífið og átta eru slasaðir, þar af einn alvarlega. AP/David Oliete

Maður sem bjó í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá efnaverksmiðjunni sem sprakk í Tarragona á Spáni í gær, lést vegna sprengingarinnar. Stærðarinnar málmplata sem sprengingin skaut á loft, lenti á húsi mannsins svo hluti hússins hrundi og hann dó. Platan, sem er 122 sentímetrar að breidd, 165 sentímetrar að lengd og þriggja sentímetra þykk, er um eitt tonn að þyngd.

Minnst tveir aðrir létu lífið og átta eru slasaðir, þar af einn alvarlega.

Nágrannar mannsins, sem sagður er heita Sergio, lýstu atvikinu á þann veg að „eldhnöttur“ hafi lent á húsi Sergio. Hann var einn heima en eiginkona hans hafði farið í göngutúr með barnabarn þeirra.

Kona sem býr í sama húsi sagði að lending plötunnar hafi verið eins og sprenging.

Samkvæmt frétt BBC voru slökkviliðsmenn að störfum langt fram á nótt. Ekki liggur fyrir enn hvers vegna sprengingin varð en eiturgufur hafa ekki mælst í loftinu við verksmiðjuna.

Hér má sjá sprenginguna.


Tengdar fréttir

Mikil sprenging í efnaverksmiðju á Spáni

Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju í Tarragona í Katalóníu á Spáni fyrr í kvöld. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn eld í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×