Hvað er sálrænn stuðningur? Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Brynhildur Bolladóttir skrifar 16. janúar 2020 16:02 Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun