Missir þriðju Michelin-stjörnuna eftir 55 ár á toppnum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 09:39 Paul Bocuse stofnaði Auberge du Pont de Collonges árið 1965. Getty Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“. Frakkland Matur Michelin Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“.
Frakkland Matur Michelin Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira