Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2020 12:20 Sirrý segir að fjallgöngur hafi hjálpað sér mikið í endurhæfingunni. Vísir/Vilhelm „Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum,“ segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. Árið 2015 var hún greind með ólæknandi krabbamein. Fimm árum síðar er hún heilsuhraust og heldur upp á það með átaksverkefni til styrktar málefnum sem eru henni einstaklega mikilvæg. „Heilsan er mjög góð og er búin að vera það síðustu ár,“ segir Sirrý í samtali við Vísi. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag árið 2018 og má horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Sirrý greindist með leghálskrabbamein árið 2010. Þá var henni sagt að ef meinið kæmi ekki aftur innan fimm ára væri hún sennilega sloppin. Árið 2015, undir lok þessa fimm ára glugga, greindist hún aftur. Læknarnir sögðu að ljóst væri að krabbameinið væri krónískt og töldu þeir að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Sirrý lauk meðferð árið 2016 og hefur verið við góða heilsu síðan. Hún fagnar því með þessu styrktarátaki fyrir félögin Kraft og Líf. Læknarnir hafa ekki breitt greiningu Sirrýjar en hún telur að það verði gert þegar hún brýtur þennan fimm ára múr á þessu ári. „Þá fæ ég náttúrulega miklu betri batalíkur.“ Sirrý vill fagna þessum tímamótum og lífskrafti á óhefðbundinn hátt með þessu átaksverkefni. Hún ætlar meðal annars að ganga þvert yfir Vatnajökul í byrjun apríl í félagsskap og krafti 14 útivistarvinkvenna sinna, sem kalla sig Snjódrífurnar. Lagt er upp með að gangan taki tíu daga. Hvetur hún konur um allt land til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð á sama tíma. Einnig ætlar Sirrý að bjóða 100 konum að ganga með sér upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, í maí á þessu ári. Opnað verður fyrir skráningu klukkan 15:00 í dag. Snjódrífurnar saman eftir blaðamannafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Eitt til þrjú ár eftir ólifað Sirrý segir að það hafi ekki verið auðvelt að lifa í þessari óvissu síðustu tíu ár. „Ég held að allir sem eru mannlegir geti ekki annað en upplifað eitthvað högg við það. Maður dvelur oft við hluti og maður þarf oft að finna leiðir til þess að rjúfa þann múr, að brjótast út úr erfiðleikunum. Vissulega er þetta eitthvað sem maður verður að tala um við sjálfan sig, hvernig maður ætlar að lifa með svona greiningu.“ Lífskraftur 2020 fer formlega af stað í dag og hefur verið opnaður söfnunarreikningur, en tilgangurinn með þessu átaki í útivist og hreyfingu er að safna áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Með átakinu er markmiðið því jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Sirrý hefur með þessu verkefni sameinað ást sína á fjallgöngum og þá köllun sína að styðja við það þarfa og mikilvæga starf sem félögin Kraftur og Líf sinna í endurhæfingu einstaklinga sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð. Snjódrífurnar eru góðar útivistarvinkonur sem ætla að slást í för með Sirrý í þessum krefjandi leiðangri. Leiðangursstjórar yfir Vatnajökul og á Hvannadalshnjúk eru þær Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Ennfremur eru meðal göngukvenna framkvæmdastjórar styrktarþeganna, Lífs og Krafts, Kolbrún Björnsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir. Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Guðrún Ragna Hreinsdóttir, Heiða Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir , Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir, Þóra Tómasdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Klárar fyrir Vatnajökul!Aðsend mynd/Lífskraftur Þakklát fyrir lífið „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ sagði Sirrý í Íslandi í dag um greininguna sína. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún eitt til þrjú ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. Hún barðist þó að krafti. Sirrý segir að útivistin og fjallgöngurnar hafi hjálpað mikið í hennar endurhæfingu og bataferli. Það hjálpaði henni einnig í gegnum þetta erfiða tímabil að hafa kærleikann og trúnna á að hlutirnir verði betri. „Að vera þakklát fyrir lífið og finnast gott að vera til. Fyrir mig hefur það verið að fara á fjöll, finna friðinn og kraftinn í náttúrunni. Það hefur verið mín endurhæfing. Að taka eitt skref í einu, hvort sem að það er á leiðinni á toppinn á einhverju fjalli eða í áttina að hamingjunni, eða bata eða að stíga út úr erfiðleikum. Það helst allt í hendur.“ Hægt er að styðja við söfnunarátakið Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Frekari upplýsingar má finna á síðu verkefnisins. Viðtalið við Sirrý í Íslandi í dag frá árinu 2018 má finna í spilaranum hér að neðan. Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Sirrý með ólæknandi krabbamein: Eftir sorgarferlið rís maður rosalega hratt upp Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. 11. desember 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum,“ segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. Árið 2015 var hún greind með ólæknandi krabbamein. Fimm árum síðar er hún heilsuhraust og heldur upp á það með átaksverkefni til styrktar málefnum sem eru henni einstaklega mikilvæg. „Heilsan er mjög góð og er búin að vera það síðustu ár,“ segir Sirrý í samtali við Vísi. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag árið 2018 og má horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Sirrý greindist með leghálskrabbamein árið 2010. Þá var henni sagt að ef meinið kæmi ekki aftur innan fimm ára væri hún sennilega sloppin. Árið 2015, undir lok þessa fimm ára glugga, greindist hún aftur. Læknarnir sögðu að ljóst væri að krabbameinið væri krónískt og töldu þeir að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifað. Sirrý lauk meðferð árið 2016 og hefur verið við góða heilsu síðan. Hún fagnar því með þessu styrktarátaki fyrir félögin Kraft og Líf. Læknarnir hafa ekki breitt greiningu Sirrýjar en hún telur að það verði gert þegar hún brýtur þennan fimm ára múr á þessu ári. „Þá fæ ég náttúrulega miklu betri batalíkur.“ Sirrý vill fagna þessum tímamótum og lífskrafti á óhefðbundinn hátt með þessu átaksverkefni. Hún ætlar meðal annars að ganga þvert yfir Vatnajökul í byrjun apríl í félagsskap og krafti 14 útivistarvinkvenna sinna, sem kalla sig Snjódrífurnar. Lagt er upp með að gangan taki tíu daga. Hvetur hún konur um allt land til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð á sama tíma. Einnig ætlar Sirrý að bjóða 100 konum að ganga með sér upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, í maí á þessu ári. Opnað verður fyrir skráningu klukkan 15:00 í dag. Snjódrífurnar saman eftir blaðamannafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Eitt til þrjú ár eftir ólifað Sirrý segir að það hafi ekki verið auðvelt að lifa í þessari óvissu síðustu tíu ár. „Ég held að allir sem eru mannlegir geti ekki annað en upplifað eitthvað högg við það. Maður dvelur oft við hluti og maður þarf oft að finna leiðir til þess að rjúfa þann múr, að brjótast út úr erfiðleikunum. Vissulega er þetta eitthvað sem maður verður að tala um við sjálfan sig, hvernig maður ætlar að lifa með svona greiningu.“ Lífskraftur 2020 fer formlega af stað í dag og hefur verið opnaður söfnunarreikningur, en tilgangurinn með þessu átaki í útivist og hreyfingu er að safna áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Með átakinu er markmiðið því jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Sirrý hefur með þessu verkefni sameinað ást sína á fjallgöngum og þá köllun sína að styðja við það þarfa og mikilvæga starf sem félögin Kraftur og Líf sinna í endurhæfingu einstaklinga sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð. Snjódrífurnar eru góðar útivistarvinkonur sem ætla að slást í för með Sirrý í þessum krefjandi leiðangri. Leiðangursstjórar yfir Vatnajökul og á Hvannadalshnjúk eru þær Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Ennfremur eru meðal göngukvenna framkvæmdastjórar styrktarþeganna, Lífs og Krafts, Kolbrún Björnsdóttir og Hulda Hjálmarsdóttir. Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Guðrún Ragna Hreinsdóttir, Heiða Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir , Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir, Þóra Tómasdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Klárar fyrir Vatnajökul!Aðsend mynd/Lífskraftur Þakklát fyrir lífið „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ sagði Sirrý í Íslandi í dag um greininguna sína. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún eitt til þrjú ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. Hún barðist þó að krafti. Sirrý segir að útivistin og fjallgöngurnar hafi hjálpað mikið í hennar endurhæfingu og bataferli. Það hjálpaði henni einnig í gegnum þetta erfiða tímabil að hafa kærleikann og trúnna á að hlutirnir verði betri. „Að vera þakklát fyrir lífið og finnast gott að vera til. Fyrir mig hefur það verið að fara á fjöll, finna friðinn og kraftinn í náttúrunni. Það hefur verið mín endurhæfing. Að taka eitt skref í einu, hvort sem að það er á leiðinni á toppinn á einhverju fjalli eða í áttina að hamingjunni, eða bata eða að stíga út úr erfiðleikum. Það helst allt í hendur.“ Hægt er að styðja við söfnunarátakið Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Frekari upplýsingar má finna á síðu verkefnisins. Viðtalið við Sirrý í Íslandi í dag frá árinu 2018 má finna í spilaranum hér að neðan.
Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Sirrý með ólæknandi krabbamein: Eftir sorgarferlið rís maður rosalega hratt upp Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. 11. desember 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Sirrý með ólæknandi krabbamein: Eftir sorgarferlið rís maður rosalega hratt upp Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. 11. desember 2018 10:30