Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2020 16:15 Virkilega fjölbreyttur hópur í ár. Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira