Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 15:50 Erdogan Tyrklandsforseti segir að Evrópa þurfi að gæta sín vegna nýrra ógna í Líbíu. getty/Sean Gallup Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15