Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:45 Svona er staðan í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands. Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt. Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39
Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15