Erlent

Rúmlega sjötíu drepnir í árás Húta á herbúðir í Jemen

Kjartan Kjartansson skrifar
Hadi forseti segir árásina sýna að Hútar hafi engan friðarvilja.
Hadi forseti segir árásina sýna að Hútar hafi engan friðarvilja. Vísir/EPA

Fleiri en sjötíu hermenn féllu og tugir særðust til viðbótar þegar hersveit Húta réðst á æfingarbúðir í borginni Marib í Jemen í gær. Forseti Jemens segir að herinn hafi verið settur í mestu viðbragðsstöðu og sé tilbúinn til átaka í kjölfar árásarinnar.

Hútar hafa ekki lýst yfir formlegri ábyrgð á árásinni sem er sögð hafa verið gerð með flugskeytum og drónum. Abd-Rabbu Mansour Hadi, forseti, fullyrti engu að síður að árásin sýndi að enginn friðarhugur væri í Hútum.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnunum sínum að 73 hafi fallið í árásinni og tugir séu særðir. Hún hafi beint sérstaklega að mosku innan búðanna þegar fólk kom þar saman til bæna.

Borgarastríðinu í Jemen hefur verið lýst sem staðgöngustríði Írana og Sáda. Hútar eru sagðir njóta stuðnings íranskra stjórnvalda. Sádar leiddu bandalagsher sem greip inn í stríðið árið 2015 og endurreisti ríkisstjórn Hadi forseta. Hútar halda höfuðborginni Sanaa og er ríkisstjórn Hadi því með höfuðstöðvar í hafnarborginni Aden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×