Lífið

Drónamyndband yfir Reykjavík á gamlárskvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt magn af flugeldum á gamlárskvöld eins og alltaf á Íslandi.
Ótrúlegt magn af flugeldum á gamlárskvöld eins og alltaf á Íslandi.

Þegar klukkan slær tólf á gamlárskvöld fara Íslendingar jafnan út í skjóta upp flugeldum og vekur það sérstaka athygli hjá ferðamönnum sem jafnan hafa aldrei áður séð annað eins.

YouTube-notandinn That Icelandic Guy deilir drónamyndbandi sem tekið var upp á gamlárskvöld í höfuðborginni og sést þar hversu mikið var sprengt þegar árið 2020 gekk í garð.

Myndbandið er tekið upp DJI Mavic 2 Pro dróna og er heldur betur fallegt að sjá hvernig flugeldarnir lýstu upp höfuðborgarsvæðið þann 1. janúar 2020.

Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem Dronefly.is birti á Facebook sem sýnir einnig drónamyndband sem tekið var á gamlárskvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.