Körfubolti

Maltneskur landsliðsmaður til Njarðvíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur.
Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. vísir/bára

Njarðvík hefur samið við Tevin Falzon um að leika með liðinu út þetta tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Njarðvíkingar eru því búnir að fylla skörð Kyle Williams og Wayne Martin með Falzon og Aurimas Majauskas.

Falzon, sem er 27 ára, lék síðast í bresku BBL-deildinni þar sem hann var með 8,6 stig og 6,4 fráköst.

Hann er rúmlega tveggja metra hár framherji eða miðherji.

Falzon þekkir vel til Mario Matasovic, leikmanns Njarðvíkur, en þeir voru samherjar í Sacred Heard háskólanum í Bandaríkjunum.

Falzon er landsliðsmaður Möltu og hefur m.a. mætt íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikum.

Hann leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík þegar liðið tekur á móti ÍR á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Martin farinn frá Njarðvík

Heitasta lið Dominos deildarinnar gerir breytingu á leikmannahópi sínum í jólafríinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×