Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 18:30 Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19