Erlent

Danir ná merkum áfanga í grænni orku

Samúel Karl Ólason skrifar
47 prósent orkunnar kom frá vindmyllum og afgangurinn frá sólarrafhlöðum.
47 prósent orkunnar kom frá vindmyllum og afgangurinn frá sólarrafhlöðum. EPA/DANIEL REINHARDT

Helmingur þess rafmagns sem Danir notuðu í fyrra fékkst með því að beisla vindinn og sólina. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutfallið er svo hátt en í fyrra var það 43,5 prósent. Fyrra metið var frá 2017 þegar hlutfallið var tæp 46 prósent. Opinbera orkufyrirtækið Energinet tilkynnti nýja metið á Twitter í dag.

47 prósent orkunnar kom frá vindmyllum og afgangurinn frá sólarrafhlöðum.

Í tilkynningu Energinet segir að Danir séu nú hálfnaðir með að byggja upp grænt orkukerfi.

DR segir þennan áfanga hafa náðst með opnun nýs vindorkuvers undan vesturströnd Danmerkur, skammt frá Esbjerg. Vindorkuverið er það stærsta í Danmörku og getur annað eftirspurn frá 425 þúsund heimilum.

Þar að auki hefur verið meiri vindur á svæðinu en gengur og gerist.

Undanfarinn áratug hefur umfang vind- og sólarorku aukist til muna í Danmörku og á næstu árum er áætlað að þessir orkugjafar muni dekka 60 prósent orkuþarfar ríkisins. Verið er að byggja tvö ný vindorkuver sem taka á í notkun árið 2021 og 2025. Þar að auki stendur til að byggja tvö vindorkuver til viðbótar fyrir 2030.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×