Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 18:45 Helena Sverrisdóttir missti af mörgum leikjum Vals fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Valur tók á móti Skallagrím í fyrsta leik liðanna á nýju ári í Dominosdeild kvenna 2019-2020. Bæði lið höfðu lítið æft saman vegna hátíðarhalds og slíks en leikurinn var ágætur þrátt fyrir það. Skallagrímur leiddi nærri því helming leiksins en þreyttust of mikið því lengur sem þær spiluðu og Valur vann því að lokum, 70-58. Gæðin voru ekki mikil hjá liðunum framan af en ljóst var að baráttan væri til staðar. Vörn Skallagríms gerði Völsurum erfitt fyrir þannig að þær misstu gestina fram úr sér með fjórum stigum eftir fyrstu tíu mínuturnar. Valur vaknaði aðeins eftir það og vann annan leikhlutann með sex stigum. Þær leiddu því með einni körfu í hálfleik, 35-33. Skallagrímur mætti funheitar inn í seinni hálfleikinn og skoruðu 12 stig gegn 6 hjá Val fyrstu mínturnar. Þá skipti Darri um varnarafbrigði og fát kom á gestina svo að Valur náði yfirhöndinni á ný og jók forystuna fyrir lokaleikhlutann. Borgnesingar misstu alveg hausinn í lokafjórðungnum; þær tóku illa ráðin skot, gáfu slakar sendingar og töpuðu að lokum með tólf stigum, 70-58. Af hverju vann Valur? Valur fékk meira frá bekknum sínum í kvöld og náðu að loka á auðveldar körfur hjá Skallagrím í seinni hálfleik. Þær héldu haus eftir slaka byrjun og sýndu hvers vegna þær eru á toppi deildarinnar. Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var langbest í þessum leik, stýrði sóknarleiknum vel og átti þrefalda tvennu. Hún skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 14 stoðsendingar ásamt því að stela fjórum boltum. Sylvía Rún var mjög fín sömuleiðis með bestu plús/mínus-tölfræðina (+19 stig meðan hún var inn á), 11 stig og 8 fráköst. Keira Robinson var ágæt fyrir Skallagrím með 18 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Tölfræði sem vakti athygli Það kemur svo sem ekki á óvart að bekkur Skallagríms hafi lítið gefið af sér (0 stig) fyrst að aðeins 10 mínútur voru ekki spilaðar af byrjunarliðsmönnum. Aftur á móti er athyglisvert að bekkur Vals (tveir leikmenn) skilaði 24 stigum og besta fimm manna liðið inni á vellinum innihélt báða bekkjarleikmennina. Hvað gekk illa? Skallagrímur átti lélegan seinni hálfleik og misstu hausinn fljótlega gegn stífri pressuvörn Vals. Þær virtustu þreytast fyrr en Valsarar og haus flestra var farinn að hanga seinustu tíu mínúturnar. Hvað næst? Næst heimsækja Valsstúlkur Grindvíkinga í Mustad-höllinni. Grindvíkingar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær gegn Breiðablik og munu eflaust reyna sitt ítrasta til að vinna Íslandsmeistarana. Skallagrímur á næst leik við Hauka heima í Borgarnesi. Liðin hafa skipt fyrstu tveimur leikjunum á milli sín og eru í baráttu um seinasta úrslitakeppnissætið. Það verður hörkuleikur þar á ferð. Guðrún Sjöfn: Vorum bara óskynsamarGuðrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki sérlega kát eftir að lið hennar tapaði gegn Val í dag. Skallagrímur leiddi góðan hluta af leiknum en missti Valsstúlkur frá sér seinustu 10 mínúturnar.„Við spiluðum ágætlega fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik er eins og við slökum bara á og verðum smá hræddar við pressuna sem að þær henda inn,“ sagði Guðrún aðspurð um ástæðuna fyrir því að þær töpuðu. Valur setti upp pressuvörn í seinni hálfleik sem kom Borgnesingum í vandræði. „Sóknin ekki góð, nýtingin slæm og vorum bara að kasta boltum frá okkur og í hendurnar á þeim. Vorum bara óskynsamar og ég held að það hafi farið með leikinn.“Fyrsti leikurinn eftir langt hlé er oft slakur og það sást dálítið á skotnýtingu beggja liða. „Mér fannst bæði lið líta út fyrir að vera þreytuleg, en það er kannski bara eðlilegt eftir jólafrí,“ sagði Guðrún um meinta þreytu sinna stúlkna.Þá er stutt í næsta leik, heimaleikur í Fjósinu gegn Haukum. Guðrúnu fannst að skipulag síns liðs þyrfti að batna. „Fannst við ekki nógu skipulagðar í sóknarleiknum og við höfum núna nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir næsta leik,“ sagði hún. „Vörnin var allt í lagi hjá okkur en það var aðallega sóknin sem fór illa með okkur. Við vorum staðar í sókninni, vorum ekki að hreyfa okkur nógu vel og ég held að það hafi farið með okkur í þessum leik,“ sagði Guðrún, nú þegar byrjuð að hugsa hvað mætti taka frá þessum leik.Jólafríið virðist vera að hrjá nokkur lið og þau eru að koma misvel undan því. „Já, hefði verið til í smá meira frí,“ sagði Guðrún um þéttu dagskránna framundan. Hún var þó viss um að sínar stelpur réðu við þetta.„Svona er þetta bara, mikið af leikjum og erfitt að koma þeim öllum fyrir.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Íslandsmeistarar Vals hefja nýja árið á sigri. 5. janúar 2020 19:15
Valur tók á móti Skallagrím í fyrsta leik liðanna á nýju ári í Dominosdeild kvenna 2019-2020. Bæði lið höfðu lítið æft saman vegna hátíðarhalds og slíks en leikurinn var ágætur þrátt fyrir það. Skallagrímur leiddi nærri því helming leiksins en þreyttust of mikið því lengur sem þær spiluðu og Valur vann því að lokum, 70-58. Gæðin voru ekki mikil hjá liðunum framan af en ljóst var að baráttan væri til staðar. Vörn Skallagríms gerði Völsurum erfitt fyrir þannig að þær misstu gestina fram úr sér með fjórum stigum eftir fyrstu tíu mínuturnar. Valur vaknaði aðeins eftir það og vann annan leikhlutann með sex stigum. Þær leiddu því með einni körfu í hálfleik, 35-33. Skallagrímur mætti funheitar inn í seinni hálfleikinn og skoruðu 12 stig gegn 6 hjá Val fyrstu mínturnar. Þá skipti Darri um varnarafbrigði og fát kom á gestina svo að Valur náði yfirhöndinni á ný og jók forystuna fyrir lokaleikhlutann. Borgnesingar misstu alveg hausinn í lokafjórðungnum; þær tóku illa ráðin skot, gáfu slakar sendingar og töpuðu að lokum með tólf stigum, 70-58. Af hverju vann Valur? Valur fékk meira frá bekknum sínum í kvöld og náðu að loka á auðveldar körfur hjá Skallagrím í seinni hálfleik. Þær héldu haus eftir slaka byrjun og sýndu hvers vegna þær eru á toppi deildarinnar. Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var langbest í þessum leik, stýrði sóknarleiknum vel og átti þrefalda tvennu. Hún skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 14 stoðsendingar ásamt því að stela fjórum boltum. Sylvía Rún var mjög fín sömuleiðis með bestu plús/mínus-tölfræðina (+19 stig meðan hún var inn á), 11 stig og 8 fráköst. Keira Robinson var ágæt fyrir Skallagrím með 18 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Tölfræði sem vakti athygli Það kemur svo sem ekki á óvart að bekkur Skallagríms hafi lítið gefið af sér (0 stig) fyrst að aðeins 10 mínútur voru ekki spilaðar af byrjunarliðsmönnum. Aftur á móti er athyglisvert að bekkur Vals (tveir leikmenn) skilaði 24 stigum og besta fimm manna liðið inni á vellinum innihélt báða bekkjarleikmennina. Hvað gekk illa? Skallagrímur átti lélegan seinni hálfleik og misstu hausinn fljótlega gegn stífri pressuvörn Vals. Þær virtustu þreytast fyrr en Valsarar og haus flestra var farinn að hanga seinustu tíu mínúturnar. Hvað næst? Næst heimsækja Valsstúlkur Grindvíkinga í Mustad-höllinni. Grindvíkingar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær gegn Breiðablik og munu eflaust reyna sitt ítrasta til að vinna Íslandsmeistarana. Skallagrímur á næst leik við Hauka heima í Borgarnesi. Liðin hafa skipt fyrstu tveimur leikjunum á milli sín og eru í baráttu um seinasta úrslitakeppnissætið. Það verður hörkuleikur þar á ferð. Guðrún Sjöfn: Vorum bara óskynsamarGuðrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki sérlega kát eftir að lið hennar tapaði gegn Val í dag. Skallagrímur leiddi góðan hluta af leiknum en missti Valsstúlkur frá sér seinustu 10 mínúturnar.„Við spiluðum ágætlega fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik er eins og við slökum bara á og verðum smá hræddar við pressuna sem að þær henda inn,“ sagði Guðrún aðspurð um ástæðuna fyrir því að þær töpuðu. Valur setti upp pressuvörn í seinni hálfleik sem kom Borgnesingum í vandræði. „Sóknin ekki góð, nýtingin slæm og vorum bara að kasta boltum frá okkur og í hendurnar á þeim. Vorum bara óskynsamar og ég held að það hafi farið með leikinn.“Fyrsti leikurinn eftir langt hlé er oft slakur og það sást dálítið á skotnýtingu beggja liða. „Mér fannst bæði lið líta út fyrir að vera þreytuleg, en það er kannski bara eðlilegt eftir jólafrí,“ sagði Guðrún um meinta þreytu sinna stúlkna.Þá er stutt í næsta leik, heimaleikur í Fjósinu gegn Haukum. Guðrúnu fannst að skipulag síns liðs þyrfti að batna. „Fannst við ekki nógu skipulagðar í sóknarleiknum og við höfum núna nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir næsta leik,“ sagði hún. „Vörnin var allt í lagi hjá okkur en það var aðallega sóknin sem fór illa með okkur. Við vorum staðar í sókninni, vorum ekki að hreyfa okkur nógu vel og ég held að það hafi farið með okkur í þessum leik,“ sagði Guðrún, nú þegar byrjuð að hugsa hvað mætti taka frá þessum leik.Jólafríið virðist vera að hrjá nokkur lið og þau eru að koma misvel undan því. „Já, hefði verið til í smá meira frí,“ sagði Guðrún um þéttu dagskránna framundan. Hún var þó viss um að sínar stelpur réðu við þetta.„Svona er þetta bara, mikið af leikjum og erfitt að koma þeim öllum fyrir.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Íslandsmeistarar Vals hefja nýja árið á sigri. 5. janúar 2020 19:15
Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Íslandsmeistarar Vals hefja nýja árið á sigri. 5. janúar 2020 19:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti