Mögulegt eldgos „stóri óvissuþátturinn“ í næsta hlaupi Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 11:57 Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun vegna mögulegs hlaups úr Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07