Erlent

Hótar Írökum harka­legum við­skipta­þvingunum

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump hefur haft í hótunum síðustu daga.
Donald Trump hefur haft í hótunum síðustu daga. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir.

Spennan er mikil á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku.

Um fimm þúsund bandarískir hermenn eru í Írak þar sem þeir aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttunni gegn ISIS-samtökunum. Öllum þeim aðgerðum hefur nú verið hætt og þingmenn á írakska þinginu samþykktu í gær ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjamenn hverfi á brott hið snarasta.

Trump sagði um borð í flugvél sinni í nótt að fari svo að Írakar reki Bandaríkamenn úr landinu muni þeir fá að kenna á harkalegum refsiaðgerðum, svo harkalegum að refsiaðgerðirnar gegn Íran muni sýnast smámunir í samanburðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×