Af hverju verða karlmenn eitraðir? Matthildur Björnsdóttir skrifar 6. janúar 2020 10:00 Það var hreinlega sorglegt að lesa grein Arnars Sverrissonar um „Eitraða karlmenn”. Ég trúi ekki að það séu mörg börn sem fæðist slæm, en það gerist samt. Svo drengir fæðast almennt ekki slæmir af því að þeir séu karlkyns. Samfélögin hafa sett þá í þær kringumstæður. Það gerðist að mínu áliti vegna karlrembu þeirra sem skipulögðu trúarbrögðin, af því að þeir vildu vera yfir, sem og hinna karlanna. Stundum fylgdi og fylgir kvenkyn enn þeim viðhorfum, af því að þær töldu og telja sig verða að vera frekar í liðinu með körlum, en börnum og öðrum konum. Þær virðast telja það einu leiðina til að hafa öryggi. Þá er ég að tala um hvernig prestar töluðu fyrr á tímum, en gera kannski ekki lengur? Ég þekkti konu sem var fædd 1925 sem var mun meira á hlið karlkyns en sinni eigin, þó að hún vildi líka sinn rétt með laun og vinnu, en þar dó jafnréttistilfinningin. Eftir það voru karlmenn og þarfir þeirra mikilvægari en barna hennar. Og hef heyrt um ýmsar aðrar konur, mæður minnar kynslóðar sem höfðu samskonar viðhorf, höfðu látið sig trúa bullinu, sem og að horfa í hina áttina þegar eiginmenn þeirra notuðu börn þeirra fyrir kynlíf. Þetta með karlkyn, og kvartanir þeirra sem eiga erfitt með að þola jafnrétti, sé ég allt vera meira og minna á reikning trúarbragða skipulögð af karlkyni. Karlmenn sem um aldir hafa bullað fyrir eiginn hag. Og það í stað þess að sjá allt mannkyn með sína mismunandi eiginleika og hæfileika til að leggja heiminum til í þjónustu, vilja þeir sjá konuna sem mun lægri á skala mannkyns. Og það er því miður í verki víða í heiminum, enn þann dag í dag. Það að telja mannkyni trú um að kvenkyn kæmi frá rifi karlmanns var frá vanþekkingu á sköpun. Því engin vísindi hafa staðfest slíkt. Hvernig ætti það að geta verið, þegar litið er á hin ólíku kerfi í konum versus körlum. Það að körlum voru gefnir meiri karlhormónar er auðvitað hluti af þessu, sem ég skil trúlega ekki nægilega vel. En ég hef haft góðan slatta af karlkyni í kring um mig sem hafa ekki virkað sem eitraðir, en margir samt mjög tilfinningalega vanþróaðir, af því að þannig var heilaþvottur trúarbragða og samfélagsins um hvernig þeir ættu að vera. Og auðvitað á þetta um tilfinningalegan vanþroska líka við um konur sem einnig var oft skipað að fela tár og fengu enga uppbyggilega leiðbeiningu um tilfinningar. Okkur var ætlað að hafa fæðst með allt svo fullkomið, sem er ekki veruleikinn. Endur-heilavíranir til að bæta viðhorf taka tíma, en gerast kannski ekki alltaf nema þegar við ákveðum að við þurfum að bæta hlutina í okkur og samfélaginu. Það eru enn karlmenn við stjórn í hinum vestræna heimi sem þrá ekkert meira en að taka allt jafnrétti af konum, sem þegar hefur náðst. Og vilja halda konum í keðjum án réttinda. Hugmyndir Trump um að vilja og ætla að neita konum í Bandaríkjunum um rétt til að fá getnaðarvarnir og þungunarrof, eru hluti af því viðhorfi sem lifir enn. Það er í gangi í ótal löndum heims enn þann dag í dag. Til dæmis að karlar í Saudi Arabíu dæmdu konu í 16 ára fangelsi fyrir að taka huluna af andlitinu á jafnréttisdeginum. Svo að hvaða taug eða þörf sem það er í karlkyni að sjá sig eiga að hafa rétt á að hafa þessa algeru stjórn, er enn í gangi, og er baneitruð. ÞÁ OG NÚ Það var og er það, sem konur eru enn að vinna gegn og viljum að bæði kynin geti verið þeirra tilfinningalega og hæfileika-ríku sjálf á öllum sviðum gáfna sem tilfinninga. Auðvitað höfum við séð og lifað allskonar karlrembu í gegn um aldirnar og ég sé ekki að það verði neinn alger endir á því í náinni framtíð. Sem betur fer eru samt æ meiri breytingar að gerast í karlkyni á síðari áratugum, sem er mjög yndislegt að vitna. Og nú er hreyfingin www.HeForShe.org sem hefur verið sett upp til að styðja við #MeToo-#Ég Líka hreyfinguna. Það hafa á hinn veginn auðvitað alltaf verið til karlmenn innan um og saman við sem voru jafnréttissinnaðir. Mín kynslóð sem fæddist í kring um miðja síðustu öld, sá karlkyni vera ekki bara hleypt inn í fæðingarstofur, staði sem þeim hafði verið haldið frá um aldir. Heldur einn daginn í upphafi sjöundaa áratugarins reiknað með að það væri sjálfsagt að þeir myndu vilja vera með, og ættu í raun að taka á móti barni sínu birtast úr móðurkviði. Það var stórkostlegt framfaraskref í átt að meiri tilfinningaþroska karlmanna. Atvik sem er magnað á svo margan hátt af sjálfu sér þegar við hugsum um verksmiðjuna þarna inni, í konum og kvendýrum jarðar, sem fæða þessa yfirleitt oftast fullkomlega sköpuðu líkama. Líkama, og í okkar tilfellum börn sem koma út um þennan þrönga útgang. Og það á sér stað burtséð frá hvort að þau sem sáu um getnað barnsins, ætluðu meðvitað að fá barn eða ekki. Sem dæmi um miklar breytingar þrátt fyrir allt, var að það sást varla neinn karlmaður ýta barnavagni eða kerru af þeim sem voru feður, fæddir eins og til dæmis árið 1917, en nú er það jafn algengt og að sjá kvenkyn ýta þeim. Næsta kynslóð karla gerði einnig lítið sem ekkert af því. Og ég man ekki eftir að sjá karlmenn af minni kynslóð, vera eina að ýta vagni eða kerru eða eina að versla með börn í kerrum og gangandi með þeim, ef konan þurfti að fara í burtu. Þá “voru þeir að passa”. Sem er ekki það sama og að vera með börnum sínum sem feður sem elska þau og njóta þess. Þeir sáu það oft sem erfiða byrði. Þeir virtust margir eiga erfitt með að þurfa að gera það, og því ýtt að þeim, og þeir tilfinningalega oft þrem víddum frá kringumstæðum sem þeim líkaði ekki. Ég sá það í einum mági mínum og fleiri karlmönnum. Afi minn í móðurætt sem ég hef oft sagt að hafi komið frá framtíðinni, sagði alltaf að konur væru betur gerðar en karlmenn. Hann þvoði oft upp sem trúlega var meira eftir að hann hætti að vinna. En konan hans, hún amma var sú sem málaði húsið að utan og innan. Verk og vinna sem sumir hefðu talið að væri og ætti að vera karlmannsverk. HVERNIG KYNIN ERU SÉÐ OG TÚLKUÐ Við vitum því miður að fleiri morð eru framin af karlkyni, en konum, þó að konur hafi líka drepið, en kannski af öðrum ástæðum en en karlmenn. Þetta með karla og konur, karlmannslegt versus kvenlegt, eru ansi takmarkandi hugtök, því að við höfum öll eitthvað kvenlegt að mismiklu magni kvenlegt/karllægt, karllægt/kvenlægt, sem fer eftir svo mörgu í líkömum okkar, hormónum, genum, (sálar aldri fyrir þá sem skilja að við sem fæðumst, erum öll sálir með mismargar ferðir til jarðar að baki). Margrét Tatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var dæmi um karlkyns persónuleika í kvenkyns líkama. Sumar konur eru á við dúkkur í öllu, þegar aðrar eru einhversstaðar í miðjunni sem á ensku er kallað “Androgynious” og tel ég mig frekar í þeim flokki kvenna. Hef ekki þennan Barbie dúkku líkama! Karlar eru líka víða í þeim skala sem það er að vera karlkyns, og sumir með meira af ýmsu fíngerðu og næmu í sér en aðrir án þess að vera samkynhneigðir. Eitur í fólki, er auðvitað margt, eins og til dæmis, hatur, vanþroski, minnimáttarkennd, ráðaleysi í að vinna með það sem einstaklingnum líkar ekki, og skilur ekki hvernig eigi að sortera það út. Eins og til dæmis karlmenn sem drepa eiginkonur sínar, eða lemja þær í klessu þegar þær hafa gefist upp á að reyna að eiga samleið með þeim. En auðvitað, og sem betur fer drepa ekki allir menn né lemja konur í klessu sem skilja við þá. Fyrrverandi eiginmaður minn sýndi enga viðleitni í þá átt. HVERS VEGNA ÓTTUÐUST SVO MARGIR TILFINNINGALÍFIÐ Ranghugmyndir aðila trúarbragða um sköpun allrar náttúrunnar, og svo það virðingarleysi sem ýmsar menningar, eins og til dæmis einnig sú Íslenska setti upp gegn mikilvægi tilfinninga, eiga líka þó nokkurn hlut í þessari stundum sorglegu viðureign, og stundum eitruð samskipti á milli kynja. Það var greinilega djúpur ótti í yfirvöldum og leiðtogum trúarbragða við tilfinningar, og það trúlega vegna vanþekkingar á því flókna kerfi sem tilfinningar og hormónar eru saman. Þau hafa ekki skilið að það eru alla vega tvær tegundir sem eru það sem á ensku er “Feelings” og eiga við um hærra stig þeirra sem leiðbeina okkur um innblástur fyrir tilgang okkar í lífinu, og sem vara okkur líka við hættum, og þannig mætti lengi telja. Þær eru í félagsskap með. “emotions” sem má kannski kalla lægra sviðið því að þær eru meira viðbrögð okkar við hversdagslegu hlutunum í lífi okkar sem við þurfum líka að hafa rétt til að tjá. Óhollustan við að banna fólki að sýna tilfinningar er af því að það stress að eiga að kyngja öllum tilfinningum sem rísa hið innra af hvaða tagi sem sé, skapar innra álag. Orku sem veit ekki hvert hún á að fara, né hvað sé hægt að gera við hana. Ég skildi þetta hvorki né vissi fyrr en á síðustu árum eftir mikla vinnu í að kafa í að finna sjálfa mig hér. Ég hóf það ferli formlega í námskeiði árið 1993 hér í Ástralíu við að koma í samfélag þar sem skilaboðin voru og eru á hinn veginn. Að það væri betra að láta allt út en halda því inni. En lærði svo smám saman að slík köfun að fyrrum kyngdum tilfinningum og hugsunum er ráðstafað af kerfum , á hátt sem við höfum í raun litla hugmynd um. Af því að það er kerfi innan í okkur sem virðist vita hvenær við erum tilbúin fyrir næsta kafla. Þessu er ráðstafað af undirvitundinni, og ég lærði árið 2017 sem það væri heill tankur inni í mér. Tankur sem hafði verið læstur mér í öll þessi ár þangað til ég var um sjötugt. Sú opnun kom frá athugasemd sem var eins og lykill að hurð þar sem allt mögulegt kom í ljós þegar hurðin var opnuð. Þangað höfðu allar tilfinningar og ótal hugsanir orðið að fara, af því að það var ekki leyfi, ekki tækifæri, ekki leyfi til að hafa rödd þá. Svo að þær enduðu í þessum tanki. Slíkar skipanir og væntingar í þjóðfélögum um tilfinningabælingu skapa álag sem kannski fáir skilja, og setur hið innra kerfi í mannverum út úr sínu ætlaða jafnvægi frá náttúrunnar hendi. Og við þurfum að fá tækifæri til að læra að lifa og vinna vel með allt litróf tilfinninga í lífinu, en ég heyrði aldrei neitt um kennslu í slíku, né að því væri einu sinni ljáð eyra að þær hefðu virði. Ég sem kvenkyns fékk líka ræður um að láta engan sjá mig tárast, það er ein tegund af misnotkun sem hefur verið gerð báðum kynjum um aldir, en samt greinilega mun meira gegn karlmönnum, sem tími er til að endi. Yfirvöld vildu hlýðnar rökhyggju hópsálir, og vera laus við fjölbreytnina sem kemur með því að leyfa fólki að vera það sem það er í raun. Það var auðvitað og er enn mismeðferð á mannkyni sem við erum enn að sjá sorglegar afleiðingar frá í sjálfsmorðum og mörgu öðru. ORÐIÐ BRÚÐKAUP SÝNIR LEIFAR AF GÖMLU VIÐHORFUNUM Dæmi um hvernig gömlu eignar-viðhorfin á konum eru enn í Íslensku máli, í orðinu Brúð-kaup, að kaupa brúði. Þó að lögin og nöfnin segi annað, þar sem Íslenskar konur taka yfirleitt ekki upp nafn mannsins síns. Eins og gerist í mörgum öðrum löndum heims. Það er samt merki um vissa íhaldssemi, af því að það væri hægt að nota orðin Loforð um líf saman í staðinn. Hér í Ástralíu velja margir að hafa “Commitment Ceremony” þegar það veit að það vill verja lífinu saman, en ekki giftast í kirkju, sem er “Loforð um líf saman”. Konur urðu auðvitað að rísa upp gegn því að vera séðar sem hlutir sem karlmenn ættu, eins og þeir ættu fasteign, og gera enn eins og áður er á minnst í sumum löndum jarðar. Getur slík þörf kannski blundað í heilum sumra Íslenskra karlmanna? Síðan kom baráttan fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu eftir að iðnvæðing hófst, og konur voru ekki bara læstar við dyrastafina heima. Nafnabreytingar kvenna til eftirnafns mannsins við giftingu í hinum ýmsu löndum heims, sýnir að það eru enn sterkar leifar af þessu eignarnámi í gangi. Ég tala oft við konur hér um það, af því að nafn mitt er öðruvísi, en þau áströlsku/ensku. Það var forvitnilegt í einu samtalinu við unga konu í banka, að ég vitnaði um það bil miðaldra karl-gjaldkera, upplifa það samtal við unga konu, sem ógna einhverju um vald sitt. Ég er oft hissa að læra að þrátt fyrir jafnréttisbaráttuna hér í Ástralíu að ungar konur þekki ekki söguna á bak við þessar nafnbreytingar kvenna hér. Sumar sjá það hinsvegar bara sem ljúfan sið til að til-heyra. Viðnám gegn breytingum er svo mjög stór þáttur í að sumir eru ekki færir um eða viljugir til að sjá gagnið í jafnréttinu. Svo hvað er eitrið sem Arnar talar um, og hvers vegna er það til? HINN SORGLEGI ÓTTI KARLA VIÐ AÐ TAPA ÍMYNDUÐUM VÖLDUM Það eru auðvitað til of margar skilgreiningar og ástæður fyrir því sem Arnar kallar “Eitrið” en það væri til dæmis slæmur persónuleiki, þroskaleysi, of mikið af karlhormónum á flugi um heilann, svo það sem menn segja sjálfum sér um sitt eigið mikilvægi, og það sem þeir hafa verið heilaþvegnir til að trúa um kyn sitt. Ef við horfum á Ísis og Alquada og einnig alla karlana sem hafa verið miklir kynferðislegir misþyrmarar, þá eru þeir hópar mikið dæmi um það hvernig það sem fólk trúir, og segir sjálfu sér að sé sannleikur, án þess að hugsa sjálfstætt og af mannúð. ISIS liðið til dæmis sér það sem rétt að drepa sem flesta í anda trúarbragðanna, það er dæmi um eitrið. Karlar með mikla kynfíkn sjá konur sem eign sína eða leikföng sín, og að þeir hafi rétt til þeirra kynmaka sem þá hungrar í, eru önnur tegund af eitrinu. Þegar það er engin tilfinningaleg tenging á milli þeirra, og konan hafi engan áhuga. En þeir telja sig verða að koma kynfærum sínum þangað sem þeim hentar. Það er eitraður glæpur. Það sem mér finnst koma fram í greininni um þessa “Eitur karlmennsku” er visst umkomuleysi og það að vera þolandi í þessu með að konur vilji jafnrétti, sem og erfiðleika með að túlka jafnrétti og jafnréttisbaráttu hið innra. Ofan á það virðast líka vera erfiðleikar með að sjá að tíminn var svo sannarlega kominn til að jafna málin á milli kynja, báðum kynjum til góðs. Síðan þarf að hafa í huga, að því miður endar margra alda karlveldi ekki bara si svona, við ljúfar samræður við samningaborðið.Og allra síst ef karlar eru enn á því viðhorfi að þeir eigi að ráða öllu um aldur og æfi. Konur þurfa að sýna samskonar styrk og karlar hafa sýnt, en samt á annan hátt til að mörkin jafnist. Svo er sorglegt að lesa um svo margar konur í landinu lifa undir fátækramörkum, konur sem hugsanlega höfðu aldrei tækifæri til að fá eftirlaun eða annað. Og það af því að þær höfðu varið allri ævinni í að fyrst skaffa þegna til fámennrar þjóðar, og svo að ala þegnana upp. Karlinn og faðirinn kannski dáinn eða farinn, og hafði kannski verið í láglauna vinnu með engin eftirlaun. Og þetta gerist hjá þjóð sem montar sig af að vera himnaríki fyrir konur. Sem svo þegar betur er að gáð, á bara við um sumar konur sem njóta þeirra réttinda, en ekki þær sem hafa gefið þjóðinni alla þessa þegna. AÐ BREYTA ORÐUM HJÁLPAR Ég hef sjálf alltaf valið að nota frekar orðið Jafnréttisbarátta, en orðið “Feminisma”. Orð sem ég vitnaði að miklu leyti að hallaði á að jafnrétti gæti náðst, og fannst virka sem karlhatara orð. Ég sé það vinna á vissan gegn málstaðnum um jafnrétti á milli kynja, af því að það hefur kvenkyns nafn. Það orð er eingöngu miðað frá sjónarhóli kvenna sem samt hefur greinilega visst magn af réttlætingu í sér. En trúlega samt mest fyrir þær konur sem hafa orðið illa úti af grimmd karlkyns, verið nauðgað og lamdar í klessu. Samt sé ég það orð ekki sem mikilvægt í stærri myndinni fyrir framförum. Það orð “Feminism” virkar greinilega í heilabúum sumra karlmanna, eins og rauða teppið sem er veifað að nauti í nauta-ati. Kannski út af þeim complex sem sagt er að sumir karlmenn þjáist af, dulinni og óviðurkenndri öfund af því að konur ganga með börnin, og geta valið um hvort að sæði þeirra sé breitt út, eins og þeir telji að sé mikilvægt eða ekki. Sem ég sé sem þeirra “Sæði með stór Egó” án ástar á börnum. Við sjáum það þegar stjórnmálamenn og aðrir vilja ráða yfir líkömum okkar kvenna. Í öðrum orðum að þeir vilja taka egg og sæði þjóða eignarnámi. Það er trúlega svipuð upplifun í þeim við það orð “Feminism”, og í okkur konum þegar karlrembur vilja ráða yfir sæðum og eggjum, en meira eggjum. Af því að þeir vilja að allar konur gangi með barn til fæðingar, og þola ekki hugtakið þungunar-rof. Hvort sem það sé frá nauðgun eða öðrum slæmum og röngum kringumstæðum. Það er eitur sumra karla í okkar garð. Sumir þeirra vilja dreifa genum sínum vítt og breitt án tillits til neins. Eins og með manninn frá Ameríku sem kom hingað til Ástralíu til að dreifa sæði sínu, og hafði stuðlað að 106 getnuðum hér og þar. Það er að mínu áliti sorglegt fyrir blessuð börnin þegar þau vakna til að vilja vita hvernig þau komu í heiminn. Hver blóðfaðir þeirra sé. Og á dögum DNA tékkana geta þau fundið sannleikann seinna, hvort sem foreldrar segja þeim sannleikann eða ekki. Ég fór í baráttugöngu hér stuttu eftir að koma hingað. Mottóið fyrir hana var “Reclaim the night”” Að heimta nóttina aftur, án hættu á árás frá karlmanni”. Ef hinsvegar, ég hefði verið karlmaður í þeim hópi, hefði ég trúlega hlaupið í burtu. Af því að ræðurnar voru allar stútfullar af reiði og hatri í garð karlmanna. Og það trúlega auðvitað samt af eðlilegum ástæðum frá reiði kvenna sem höfðu greinilega upplifað nauðgun og slæmt líkamlegt ofbeldi. Þær ræður voru að minni upplifun, samt, því miður ekki líklegar til að hvetja karlmenn til að hlusta. Eða í framhaldi af því gera hluti til að bæta ástand og hegðun kynbræðra sinna. Þegar hinsvegar ræður á Kvennafrídaginn forðum 1975 veittu innblástur fyrir alla. Það voru tvær mismunandi forsendur fyrir þessum tveim baráttu-göngum. Með góðum samræðum og fræðslu um þessi atriði í mannlegu eðli frá barnæsku og áfram, um hina ótal fleti lífsins, ætti þetta eitur að geta minnkað.HeForShe.org og #MeToo-#ÉgLíka ættu að vera góðir liðir í þeirri fræðslu þó að meira en það þurfi til. Það er auðvitað hlutverk allra foreldra að senda góða einstaklinga af öllum kynjum út í heiminn, ef hægt er. Og vonandi eiga einhverjar framtíðar kynslóðir eftir að geta lifað án þess eiturs sem hér er rætt.Matthildur Björnsdóttir, Adelaide Suður-Ástralíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Opið bréf til Arnars Sverrissonar Ég las grein þína um að yfirvöld sundri fjölskyldum. En þau bera þó enn minni ábyrgð á því, en það sem er í mannlegu eðli þegar engin gagnleg raunsæ leiðbeining hefur verið gefin. 3. janúar 2020 16:00 Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Kæri Ásmundur, hvað kom fyrir barnið? Diljá Ámundadóttir Zoega Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hreinlega sorglegt að lesa grein Arnars Sverrissonar um „Eitraða karlmenn”. Ég trúi ekki að það séu mörg börn sem fæðist slæm, en það gerist samt. Svo drengir fæðast almennt ekki slæmir af því að þeir séu karlkyns. Samfélögin hafa sett þá í þær kringumstæður. Það gerðist að mínu áliti vegna karlrembu þeirra sem skipulögðu trúarbrögðin, af því að þeir vildu vera yfir, sem og hinna karlanna. Stundum fylgdi og fylgir kvenkyn enn þeim viðhorfum, af því að þær töldu og telja sig verða að vera frekar í liðinu með körlum, en börnum og öðrum konum. Þær virðast telja það einu leiðina til að hafa öryggi. Þá er ég að tala um hvernig prestar töluðu fyrr á tímum, en gera kannski ekki lengur? Ég þekkti konu sem var fædd 1925 sem var mun meira á hlið karlkyns en sinni eigin, þó að hún vildi líka sinn rétt með laun og vinnu, en þar dó jafnréttistilfinningin. Eftir það voru karlmenn og þarfir þeirra mikilvægari en barna hennar. Og hef heyrt um ýmsar aðrar konur, mæður minnar kynslóðar sem höfðu samskonar viðhorf, höfðu látið sig trúa bullinu, sem og að horfa í hina áttina þegar eiginmenn þeirra notuðu börn þeirra fyrir kynlíf. Þetta með karlkyn, og kvartanir þeirra sem eiga erfitt með að þola jafnrétti, sé ég allt vera meira og minna á reikning trúarbragða skipulögð af karlkyni. Karlmenn sem um aldir hafa bullað fyrir eiginn hag. Og það í stað þess að sjá allt mannkyn með sína mismunandi eiginleika og hæfileika til að leggja heiminum til í þjónustu, vilja þeir sjá konuna sem mun lægri á skala mannkyns. Og það er því miður í verki víða í heiminum, enn þann dag í dag. Það að telja mannkyni trú um að kvenkyn kæmi frá rifi karlmanns var frá vanþekkingu á sköpun. Því engin vísindi hafa staðfest slíkt. Hvernig ætti það að geta verið, þegar litið er á hin ólíku kerfi í konum versus körlum. Það að körlum voru gefnir meiri karlhormónar er auðvitað hluti af þessu, sem ég skil trúlega ekki nægilega vel. En ég hef haft góðan slatta af karlkyni í kring um mig sem hafa ekki virkað sem eitraðir, en margir samt mjög tilfinningalega vanþróaðir, af því að þannig var heilaþvottur trúarbragða og samfélagsins um hvernig þeir ættu að vera. Og auðvitað á þetta um tilfinningalegan vanþroska líka við um konur sem einnig var oft skipað að fela tár og fengu enga uppbyggilega leiðbeiningu um tilfinningar. Okkur var ætlað að hafa fæðst með allt svo fullkomið, sem er ekki veruleikinn. Endur-heilavíranir til að bæta viðhorf taka tíma, en gerast kannski ekki alltaf nema þegar við ákveðum að við þurfum að bæta hlutina í okkur og samfélaginu. Það eru enn karlmenn við stjórn í hinum vestræna heimi sem þrá ekkert meira en að taka allt jafnrétti af konum, sem þegar hefur náðst. Og vilja halda konum í keðjum án réttinda. Hugmyndir Trump um að vilja og ætla að neita konum í Bandaríkjunum um rétt til að fá getnaðarvarnir og þungunarrof, eru hluti af því viðhorfi sem lifir enn. Það er í gangi í ótal löndum heims enn þann dag í dag. Til dæmis að karlar í Saudi Arabíu dæmdu konu í 16 ára fangelsi fyrir að taka huluna af andlitinu á jafnréttisdeginum. Svo að hvaða taug eða þörf sem það er í karlkyni að sjá sig eiga að hafa rétt á að hafa þessa algeru stjórn, er enn í gangi, og er baneitruð. ÞÁ OG NÚ Það var og er það, sem konur eru enn að vinna gegn og viljum að bæði kynin geti verið þeirra tilfinningalega og hæfileika-ríku sjálf á öllum sviðum gáfna sem tilfinninga. Auðvitað höfum við séð og lifað allskonar karlrembu í gegn um aldirnar og ég sé ekki að það verði neinn alger endir á því í náinni framtíð. Sem betur fer eru samt æ meiri breytingar að gerast í karlkyni á síðari áratugum, sem er mjög yndislegt að vitna. Og nú er hreyfingin www.HeForShe.org sem hefur verið sett upp til að styðja við #MeToo-#Ég Líka hreyfinguna. Það hafa á hinn veginn auðvitað alltaf verið til karlmenn innan um og saman við sem voru jafnréttissinnaðir. Mín kynslóð sem fæddist í kring um miðja síðustu öld, sá karlkyni vera ekki bara hleypt inn í fæðingarstofur, staði sem þeim hafði verið haldið frá um aldir. Heldur einn daginn í upphafi sjöundaa áratugarins reiknað með að það væri sjálfsagt að þeir myndu vilja vera með, og ættu í raun að taka á móti barni sínu birtast úr móðurkviði. Það var stórkostlegt framfaraskref í átt að meiri tilfinningaþroska karlmanna. Atvik sem er magnað á svo margan hátt af sjálfu sér þegar við hugsum um verksmiðjuna þarna inni, í konum og kvendýrum jarðar, sem fæða þessa yfirleitt oftast fullkomlega sköpuðu líkama. Líkama, og í okkar tilfellum börn sem koma út um þennan þrönga útgang. Og það á sér stað burtséð frá hvort að þau sem sáu um getnað barnsins, ætluðu meðvitað að fá barn eða ekki. Sem dæmi um miklar breytingar þrátt fyrir allt, var að það sást varla neinn karlmaður ýta barnavagni eða kerru af þeim sem voru feður, fæddir eins og til dæmis árið 1917, en nú er það jafn algengt og að sjá kvenkyn ýta þeim. Næsta kynslóð karla gerði einnig lítið sem ekkert af því. Og ég man ekki eftir að sjá karlmenn af minni kynslóð, vera eina að ýta vagni eða kerru eða eina að versla með börn í kerrum og gangandi með þeim, ef konan þurfti að fara í burtu. Þá “voru þeir að passa”. Sem er ekki það sama og að vera með börnum sínum sem feður sem elska þau og njóta þess. Þeir sáu það oft sem erfiða byrði. Þeir virtust margir eiga erfitt með að þurfa að gera það, og því ýtt að þeim, og þeir tilfinningalega oft þrem víddum frá kringumstæðum sem þeim líkaði ekki. Ég sá það í einum mági mínum og fleiri karlmönnum. Afi minn í móðurætt sem ég hef oft sagt að hafi komið frá framtíðinni, sagði alltaf að konur væru betur gerðar en karlmenn. Hann þvoði oft upp sem trúlega var meira eftir að hann hætti að vinna. En konan hans, hún amma var sú sem málaði húsið að utan og innan. Verk og vinna sem sumir hefðu talið að væri og ætti að vera karlmannsverk. HVERNIG KYNIN ERU SÉÐ OG TÚLKUÐ Við vitum því miður að fleiri morð eru framin af karlkyni, en konum, þó að konur hafi líka drepið, en kannski af öðrum ástæðum en en karlmenn. Þetta með karla og konur, karlmannslegt versus kvenlegt, eru ansi takmarkandi hugtök, því að við höfum öll eitthvað kvenlegt að mismiklu magni kvenlegt/karllægt, karllægt/kvenlægt, sem fer eftir svo mörgu í líkömum okkar, hormónum, genum, (sálar aldri fyrir þá sem skilja að við sem fæðumst, erum öll sálir með mismargar ferðir til jarðar að baki). Margrét Tatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var dæmi um karlkyns persónuleika í kvenkyns líkama. Sumar konur eru á við dúkkur í öllu, þegar aðrar eru einhversstaðar í miðjunni sem á ensku er kallað “Androgynious” og tel ég mig frekar í þeim flokki kvenna. Hef ekki þennan Barbie dúkku líkama! Karlar eru líka víða í þeim skala sem það er að vera karlkyns, og sumir með meira af ýmsu fíngerðu og næmu í sér en aðrir án þess að vera samkynhneigðir. Eitur í fólki, er auðvitað margt, eins og til dæmis, hatur, vanþroski, minnimáttarkennd, ráðaleysi í að vinna með það sem einstaklingnum líkar ekki, og skilur ekki hvernig eigi að sortera það út. Eins og til dæmis karlmenn sem drepa eiginkonur sínar, eða lemja þær í klessu þegar þær hafa gefist upp á að reyna að eiga samleið með þeim. En auðvitað, og sem betur fer drepa ekki allir menn né lemja konur í klessu sem skilja við þá. Fyrrverandi eiginmaður minn sýndi enga viðleitni í þá átt. HVERS VEGNA ÓTTUÐUST SVO MARGIR TILFINNINGALÍFIÐ Ranghugmyndir aðila trúarbragða um sköpun allrar náttúrunnar, og svo það virðingarleysi sem ýmsar menningar, eins og til dæmis einnig sú Íslenska setti upp gegn mikilvægi tilfinninga, eiga líka þó nokkurn hlut í þessari stundum sorglegu viðureign, og stundum eitruð samskipti á milli kynja. Það var greinilega djúpur ótti í yfirvöldum og leiðtogum trúarbragða við tilfinningar, og það trúlega vegna vanþekkingar á því flókna kerfi sem tilfinningar og hormónar eru saman. Þau hafa ekki skilið að það eru alla vega tvær tegundir sem eru það sem á ensku er “Feelings” og eiga við um hærra stig þeirra sem leiðbeina okkur um innblástur fyrir tilgang okkar í lífinu, og sem vara okkur líka við hættum, og þannig mætti lengi telja. Þær eru í félagsskap með. “emotions” sem má kannski kalla lægra sviðið því að þær eru meira viðbrögð okkar við hversdagslegu hlutunum í lífi okkar sem við þurfum líka að hafa rétt til að tjá. Óhollustan við að banna fólki að sýna tilfinningar er af því að það stress að eiga að kyngja öllum tilfinningum sem rísa hið innra af hvaða tagi sem sé, skapar innra álag. Orku sem veit ekki hvert hún á að fara, né hvað sé hægt að gera við hana. Ég skildi þetta hvorki né vissi fyrr en á síðustu árum eftir mikla vinnu í að kafa í að finna sjálfa mig hér. Ég hóf það ferli formlega í námskeiði árið 1993 hér í Ástralíu við að koma í samfélag þar sem skilaboðin voru og eru á hinn veginn. Að það væri betra að láta allt út en halda því inni. En lærði svo smám saman að slík köfun að fyrrum kyngdum tilfinningum og hugsunum er ráðstafað af kerfum , á hátt sem við höfum í raun litla hugmynd um. Af því að það er kerfi innan í okkur sem virðist vita hvenær við erum tilbúin fyrir næsta kafla. Þessu er ráðstafað af undirvitundinni, og ég lærði árið 2017 sem það væri heill tankur inni í mér. Tankur sem hafði verið læstur mér í öll þessi ár þangað til ég var um sjötugt. Sú opnun kom frá athugasemd sem var eins og lykill að hurð þar sem allt mögulegt kom í ljós þegar hurðin var opnuð. Þangað höfðu allar tilfinningar og ótal hugsanir orðið að fara, af því að það var ekki leyfi, ekki tækifæri, ekki leyfi til að hafa rödd þá. Svo að þær enduðu í þessum tanki. Slíkar skipanir og væntingar í þjóðfélögum um tilfinningabælingu skapa álag sem kannski fáir skilja, og setur hið innra kerfi í mannverum út úr sínu ætlaða jafnvægi frá náttúrunnar hendi. Og við þurfum að fá tækifæri til að læra að lifa og vinna vel með allt litróf tilfinninga í lífinu, en ég heyrði aldrei neitt um kennslu í slíku, né að því væri einu sinni ljáð eyra að þær hefðu virði. Ég sem kvenkyns fékk líka ræður um að láta engan sjá mig tárast, það er ein tegund af misnotkun sem hefur verið gerð báðum kynjum um aldir, en samt greinilega mun meira gegn karlmönnum, sem tími er til að endi. Yfirvöld vildu hlýðnar rökhyggju hópsálir, og vera laus við fjölbreytnina sem kemur með því að leyfa fólki að vera það sem það er í raun. Það var auðvitað og er enn mismeðferð á mannkyni sem við erum enn að sjá sorglegar afleiðingar frá í sjálfsmorðum og mörgu öðru. ORÐIÐ BRÚÐKAUP SÝNIR LEIFAR AF GÖMLU VIÐHORFUNUM Dæmi um hvernig gömlu eignar-viðhorfin á konum eru enn í Íslensku máli, í orðinu Brúð-kaup, að kaupa brúði. Þó að lögin og nöfnin segi annað, þar sem Íslenskar konur taka yfirleitt ekki upp nafn mannsins síns. Eins og gerist í mörgum öðrum löndum heims. Það er samt merki um vissa íhaldssemi, af því að það væri hægt að nota orðin Loforð um líf saman í staðinn. Hér í Ástralíu velja margir að hafa “Commitment Ceremony” þegar það veit að það vill verja lífinu saman, en ekki giftast í kirkju, sem er “Loforð um líf saman”. Konur urðu auðvitað að rísa upp gegn því að vera séðar sem hlutir sem karlmenn ættu, eins og þeir ættu fasteign, og gera enn eins og áður er á minnst í sumum löndum jarðar. Getur slík þörf kannski blundað í heilum sumra Íslenskra karlmanna? Síðan kom baráttan fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu eftir að iðnvæðing hófst, og konur voru ekki bara læstar við dyrastafina heima. Nafnabreytingar kvenna til eftirnafns mannsins við giftingu í hinum ýmsu löndum heims, sýnir að það eru enn sterkar leifar af þessu eignarnámi í gangi. Ég tala oft við konur hér um það, af því að nafn mitt er öðruvísi, en þau áströlsku/ensku. Það var forvitnilegt í einu samtalinu við unga konu í banka, að ég vitnaði um það bil miðaldra karl-gjaldkera, upplifa það samtal við unga konu, sem ógna einhverju um vald sitt. Ég er oft hissa að læra að þrátt fyrir jafnréttisbaráttuna hér í Ástralíu að ungar konur þekki ekki söguna á bak við þessar nafnbreytingar kvenna hér. Sumar sjá það hinsvegar bara sem ljúfan sið til að til-heyra. Viðnám gegn breytingum er svo mjög stór þáttur í að sumir eru ekki færir um eða viljugir til að sjá gagnið í jafnréttinu. Svo hvað er eitrið sem Arnar talar um, og hvers vegna er það til? HINN SORGLEGI ÓTTI KARLA VIÐ AÐ TAPA ÍMYNDUÐUM VÖLDUM Það eru auðvitað til of margar skilgreiningar og ástæður fyrir því sem Arnar kallar “Eitrið” en það væri til dæmis slæmur persónuleiki, þroskaleysi, of mikið af karlhormónum á flugi um heilann, svo það sem menn segja sjálfum sér um sitt eigið mikilvægi, og það sem þeir hafa verið heilaþvegnir til að trúa um kyn sitt. Ef við horfum á Ísis og Alquada og einnig alla karlana sem hafa verið miklir kynferðislegir misþyrmarar, þá eru þeir hópar mikið dæmi um það hvernig það sem fólk trúir, og segir sjálfu sér að sé sannleikur, án þess að hugsa sjálfstætt og af mannúð. ISIS liðið til dæmis sér það sem rétt að drepa sem flesta í anda trúarbragðanna, það er dæmi um eitrið. Karlar með mikla kynfíkn sjá konur sem eign sína eða leikföng sín, og að þeir hafi rétt til þeirra kynmaka sem þá hungrar í, eru önnur tegund af eitrinu. Þegar það er engin tilfinningaleg tenging á milli þeirra, og konan hafi engan áhuga. En þeir telja sig verða að koma kynfærum sínum þangað sem þeim hentar. Það er eitraður glæpur. Það sem mér finnst koma fram í greininni um þessa “Eitur karlmennsku” er visst umkomuleysi og það að vera þolandi í þessu með að konur vilji jafnrétti, sem og erfiðleika með að túlka jafnrétti og jafnréttisbaráttu hið innra. Ofan á það virðast líka vera erfiðleikar með að sjá að tíminn var svo sannarlega kominn til að jafna málin á milli kynja, báðum kynjum til góðs. Síðan þarf að hafa í huga, að því miður endar margra alda karlveldi ekki bara si svona, við ljúfar samræður við samningaborðið.Og allra síst ef karlar eru enn á því viðhorfi að þeir eigi að ráða öllu um aldur og æfi. Konur þurfa að sýna samskonar styrk og karlar hafa sýnt, en samt á annan hátt til að mörkin jafnist. Svo er sorglegt að lesa um svo margar konur í landinu lifa undir fátækramörkum, konur sem hugsanlega höfðu aldrei tækifæri til að fá eftirlaun eða annað. Og það af því að þær höfðu varið allri ævinni í að fyrst skaffa þegna til fámennrar þjóðar, og svo að ala þegnana upp. Karlinn og faðirinn kannski dáinn eða farinn, og hafði kannski verið í láglauna vinnu með engin eftirlaun. Og þetta gerist hjá þjóð sem montar sig af að vera himnaríki fyrir konur. Sem svo þegar betur er að gáð, á bara við um sumar konur sem njóta þeirra réttinda, en ekki þær sem hafa gefið þjóðinni alla þessa þegna. AÐ BREYTA ORÐUM HJÁLPAR Ég hef sjálf alltaf valið að nota frekar orðið Jafnréttisbarátta, en orðið “Feminisma”. Orð sem ég vitnaði að miklu leyti að hallaði á að jafnrétti gæti náðst, og fannst virka sem karlhatara orð. Ég sé það vinna á vissan gegn málstaðnum um jafnrétti á milli kynja, af því að það hefur kvenkyns nafn. Það orð er eingöngu miðað frá sjónarhóli kvenna sem samt hefur greinilega visst magn af réttlætingu í sér. En trúlega samt mest fyrir þær konur sem hafa orðið illa úti af grimmd karlkyns, verið nauðgað og lamdar í klessu. Samt sé ég það orð ekki sem mikilvægt í stærri myndinni fyrir framförum. Það orð “Feminism” virkar greinilega í heilabúum sumra karlmanna, eins og rauða teppið sem er veifað að nauti í nauta-ati. Kannski út af þeim complex sem sagt er að sumir karlmenn þjáist af, dulinni og óviðurkenndri öfund af því að konur ganga með börnin, og geta valið um hvort að sæði þeirra sé breitt út, eins og þeir telji að sé mikilvægt eða ekki. Sem ég sé sem þeirra “Sæði með stór Egó” án ástar á börnum. Við sjáum það þegar stjórnmálamenn og aðrir vilja ráða yfir líkömum okkar kvenna. Í öðrum orðum að þeir vilja taka egg og sæði þjóða eignarnámi. Það er trúlega svipuð upplifun í þeim við það orð “Feminism”, og í okkur konum þegar karlrembur vilja ráða yfir sæðum og eggjum, en meira eggjum. Af því að þeir vilja að allar konur gangi með barn til fæðingar, og þola ekki hugtakið þungunar-rof. Hvort sem það sé frá nauðgun eða öðrum slæmum og röngum kringumstæðum. Það er eitur sumra karla í okkar garð. Sumir þeirra vilja dreifa genum sínum vítt og breitt án tillits til neins. Eins og með manninn frá Ameríku sem kom hingað til Ástralíu til að dreifa sæði sínu, og hafði stuðlað að 106 getnuðum hér og þar. Það er að mínu áliti sorglegt fyrir blessuð börnin þegar þau vakna til að vilja vita hvernig þau komu í heiminn. Hver blóðfaðir þeirra sé. Og á dögum DNA tékkana geta þau fundið sannleikann seinna, hvort sem foreldrar segja þeim sannleikann eða ekki. Ég fór í baráttugöngu hér stuttu eftir að koma hingað. Mottóið fyrir hana var “Reclaim the night”” Að heimta nóttina aftur, án hættu á árás frá karlmanni”. Ef hinsvegar, ég hefði verið karlmaður í þeim hópi, hefði ég trúlega hlaupið í burtu. Af því að ræðurnar voru allar stútfullar af reiði og hatri í garð karlmanna. Og það trúlega auðvitað samt af eðlilegum ástæðum frá reiði kvenna sem höfðu greinilega upplifað nauðgun og slæmt líkamlegt ofbeldi. Þær ræður voru að minni upplifun, samt, því miður ekki líklegar til að hvetja karlmenn til að hlusta. Eða í framhaldi af því gera hluti til að bæta ástand og hegðun kynbræðra sinna. Þegar hinsvegar ræður á Kvennafrídaginn forðum 1975 veittu innblástur fyrir alla. Það voru tvær mismunandi forsendur fyrir þessum tveim baráttu-göngum. Með góðum samræðum og fræðslu um þessi atriði í mannlegu eðli frá barnæsku og áfram, um hina ótal fleti lífsins, ætti þetta eitur að geta minnkað.HeForShe.org og #MeToo-#ÉgLíka ættu að vera góðir liðir í þeirri fræðslu þó að meira en það þurfi til. Það er auðvitað hlutverk allra foreldra að senda góða einstaklinga af öllum kynjum út í heiminn, ef hægt er. Og vonandi eiga einhverjar framtíðar kynslóðir eftir að geta lifað án þess eiturs sem hér er rætt.Matthildur Björnsdóttir, Adelaide Suður-Ástralíu
Opið bréf til Arnars Sverrissonar Ég las grein þína um að yfirvöld sundri fjölskyldum. En þau bera þó enn minni ábyrgð á því, en það sem er í mannlegu eðli þegar engin gagnleg raunsæ leiðbeining hefur verið gefin. 3. janúar 2020 16:00
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun