Telja ofveiði rostunga hafa átt þátt í hvarfi norrænna byggða á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 10:40 Beinagrind úr rostungi. Skögultennurnar voru munaðarvara á miðöldum og notaðar til að skera út skrautmuni. Vísir/Getty Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star. Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star.
Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00