Erlent

Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu

Kjartan Kjartansson skrifar
Sánchez, sem hefur gegnt embætti starfandi forsætisráðherra, í þinginu í gær.
Sánchez, sem hefur gegnt embætti starfandi forsætisráðherra, í þinginu í gær. AP/Manu Fernández

Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins, tókst ekki að afla nýrri ríkisstjórn stuðnings í atkvæðagreiðslu í spænska þinginu í gær. Útlit er fyrir að ríkisstjórn hans yrði afar veik á þingi jafnvel þó að hún komist á koppinn.

Samkomulag náðist fyrir helgi um að stærsti flokkur katalónskra sjálfstæðissinna verði minnihlutastjórn sósíalista og vinstriflokksins Við getum falli. Áður en slík stjórn getur orðið að veruleika þarf hún að standa af sér vantraustsatkvæðagreiðslu í þinginu.

Stjórnin þurfti hreinan meirihluta atkvæða til þess að hljóta blessun þingsins í atkvæðagreiðslu sem fór fram í gær. Það tókst þó ekki og vantaði tíu atkvæði upp á, 166 þingmenn greiddu atkvæði með en 165 gegn.

Atkvæði verða aftur greidd á morgun en þá dugar einfaldur meirihluti. Spænska dagblaðið El País segir að miklar áhyggjur ríki innan Sósíalistaflokksins um hversu mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni í gær. Útlit sé fyrir að ríkisstjórnin verði samþykkt með aðeins tveggja atkvæða mun. Staða hennar á þingi verði því afar þröng.


Tengdar fréttir

Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni

Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×