John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:45 Donald Trump og John Bolton þegar sá síðarnefndi starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi fyrir forsetann. Hann hætti í september síðastliðnum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. vísir/epa John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25