Handbolti

Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson og félagar í íslenska landsliðinu fljúga út til Kaupmannahafnar á miðnætti.
Arnar Freyr Arnarsson og félagar í íslenska landsliðinu fljúga út til Kaupmannahafnar á miðnætti. vísir/getty

Íslenska landsliðið flýgur til Kaupmannahafnar á miðnætti en ekki klukkan 16:00 á morgun eins og ráðgert var vegna veðurs.

Frá Kaupmannahöfn heldur íslenski hópurinn til Malmö þar sem riðill Íslands á EM 2020 verður leikinn.

Íslenska liðið átti að æfa í síðasta sinn hér á landi í fyrramálið en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn heims- og Ólympíumeisturum Danmerkur á laugardaginn.

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson tilkynnti EM-hópinn í gær. Hann má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Guðmundar

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×