Álag meira en búist var við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 22:00 Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira