Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:15 Elísabet II Englandsdrottning, Meghan og Harry og Vilhjálmur og Katrín á góðri stund. Það er spurning hvort allt leiki í jafnmiklu lyndi nú. vísir/ap Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira