Fólk sem veðjar á Vestfirði Guðmundur Gunnarsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Guðmundur Gunnarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun