Innlent

BBC fjallar um björgunina á Langjökli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitarmenn aðstoða börn út úr bílnum við Malarhöfða við komuna til Reykjavíkur á mánudag.
Björgunarsveitarmenn aðstoða börn út úr bílnum við Malarhöfða við komuna til Reykjavíkur á mánudag. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, birti í dag stutta umfjöllun um björgun ferðamannanna 39 sem festust á Langjökli síðastliðinn mánudag. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins Mountaineers of Iceland, þrátt fyrir spár um að aftakaveður kæmi til með að skella á meðan á ferðinni stæði.

Í frétt BBC, sem ber yfirskriftina „Ferðamönnum á íslenskum jökli bjargað í stormi,“ segir frá því að ferðamennirnir 39 hafi setið fastir á jöklinum í nokkra klukkutíma, en væru þó nú hólpnir.

Eins segir að björgunaraðilar hafi þurft að „berjast í gegnum myrkur og ýlfrandi vind til þess að ná til ferðamannanna.“

Í niðurlagi fréttarinnar, sem er ekki löng, segir síðan að einhverjir ferðamannanna hafi óttast að þeir myndu deyja, áður en björgunarsveitir komu þeim til hjálpar.

Myndband frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fylgir síðan fréttinni, en þar er meðal annars viðtal við Kára Rafn Þorbjörnsson, björgunarsveitarmann. Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×