Borche: Þurfum að treysta ferlinu Árni Jóhannsson skrifar 9. janúar 2020 21:26 Borche er áhyggjufullur. vísir/bára „Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
„Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45