HSÍ heldur sínu striki og ætlar að hefja handboltatímabilið 10. september Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Úr leik í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili. vísir/bára Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira