Íslenski boltinn

„Fylgjum öllum reglum eftir bestu getu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. vísir/hag

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kveðst spenntur að hefja leik á Íslandsmótinu í fótbolta á ný.

Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst á föstudaginn með tveimur leikjum. Á laugardaginn eru einnig tveir leikir, m.a. leikur ÍA og Fylkis á Norðurálsvellinum á Akranesi.

„Þegar þú ert kominn inn á völlinn eru þetta bara ellefu á móti ellefu. Við viljum spila fótboltaleiki,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2.

Liðin þurfa að fylgja ítarlegu sóttvarnarreglum við framkvæmd leikja. Til að mynda mega liðin ekki ganga saman inn á völlinn og leikmönnum er óheimilt að fagna mörkum með snertingum.

„Við munum fylgja öllum reglum eftir bestu getu. En fyrir okkur er þetta bara fótboltinn að fara aftur af stað og við förum að brosa aftur og njóta þess að vera komnir á ferðina,“ sagði Jóhannes Karl.

Klippa: Jóhannes Karl um að byrja aftur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×