Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2020 08:00 Eva Laufey Kjarnan svarar spurningum um mat og ást og deilir einnig með lesendum uppáhalds rétt maka síns. Aðsend mynd Fjölmiðla- og matreiðslukonan Eva Laufey Kjaran elskar að gleðja fólkið í kringum sig með góðum mat. Því er ekki úr vegi að fá Evu til að deila með Makamálum hvað það er sem helst gleður bragðlauka maka hennar heima við. Kynnumst Matarást Evu Laufeyjar. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Mig minnir að ég hafi eldað handa honum og fyrir okkur íslenskan lambahrygg, það er í uppáhaldið hjá okkur báðum og foreldrar hans elda einstaklega góðan hægeldaðan lambahrygg og ég held svei mér þá að það hafi verið fyrsta heimaeldaða máltíðin, þá vorum við ábyggilega 18 ára. Hvor ykkar eldar meira? Ég, hann eldar yfirleitt ekki en reddar góðum skyndibita. Ég sé yfirleitt um eldamennskuna enda kemst hann sennilega ekki að í eldhúsinu – það er svolítið minn staður. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Þá veljum við staði sem bjóða upp á fjölbreyttan matseðil. Við erum með ólíkan matarsmekk og það verður að vera kjöt og fiskur á matseðlinum sem er yfirleitt alltaf. Það eru svo ótrúlega margir veitingastaðir sem eru spennandi. Sushi Social og Grillmarkaðurinn eru í uppáhaldi hjá okkur. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona yfirleitt. En stundum er tvírétta eða þrírétta – og það er bara skemmtilegra. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Eiginlega bara rosalega margt. Hann er svolítið matvandur og er kannski aðeins hræddari við að prófa nýjungar. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans? Nautalund með piparsósu er án efa í uppáhaldi hjá honum og ég elska að elda þá máltíð fyrir hann. Það er alltaf skemmtilegast að elda mat sem fólk heldur sérstaklega upp á. Hamingjan leynir sér ekki. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Velja veitingastað, ef þið ætlið út, sem hentar báðum aðilum. Það er súrt að fara á stað sem býður ekki upp á fjölbreytt úrval og annar aðilinn getur þá mögulega ekki borðað neitt. Velja veitingastaðinn vel og skoða matseðilinn á netinu áður. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mjög mikilvægt og sérstaklega þegar maður á lítil börn og matartímarnir verða oft skrautlegir, þá er nauðsynlegt að eiga date-kvöld einu sinni í viku. Það er sniðugt að gefa börnunum fyrst að borða, koma þeim niður og elda síðan eitthvað sérstaklega gott sem börnin fá alls ekki (Djók!). Bara að njóta þess að borða í rólegheitum, það er alveg möst. Matur er svo mikilvægur og samveran sem skapast í kringum mat. Þess vegna verðum við að passa að hlúa að því að eiga þessi kvöld þar sem við eldum sérstaklega góðan og vel valinn mat fyrir makann okkar. Það þarf ekki alltaf að fara fínt út að borða – það er vel hægt að skapa sömu rómó stemningu heima í stofu. Nautalund með piparostasósu og hvítlaukskartöflum Nautalundirnar 1 kg nautalund, skorin í fjóra jafnstóra bita svartur pipar og gróft sjávarsalt 4-5 msk smjör Hvítlaukskartöflur 5 stórar kartöflur 12 hvítlauksrif 2 msk ólífuolía 1 msk smátt saxað rósmarín salt og pipar Piparostasósa 1 askja sveppir 400 ml rjómi ½ piparostur ½ kjúklingakraftsteningur smávegis af rósmarín, Ofnbakaður aspas Grænn ferskur aspas Salt og pipar Ólífuolía Nautalundir Bræðið smjörið á pönnu. Kryddið nautalundina með salti og pipar og brúnið vel á öllum hliðum. Setjið hana í eldfast mót og steikið við 200°C í 10 – 12 mínútur. Látið kjötið standa á borðinu í að minnsta kosti 8 mínútur áður en þið berið það fram. Aðsend mynd Hvítlaukskartöflur Hitið ofninn í 200°C. Skolið kartöflurnar og skerið í báta. Leggið kartöflurnar og hvítlauksrifin í eldfast mót, sáldrið ólíuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Setjið í ofn og bakið í 55-60 mínútur. Hrærið í kartöflunum 2 x 3 á meðan eldun stendur. Piparostasósa Þessa sósa er ljúffeng ein og sér, svo góð er hún. Hún hentar vel með kjöti, kjúkling og pastaréttum. Skerið niður sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman og bætið piparostinum út í. Náið upp suðu og leyfið ostinum að bráðna við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið kjúklingatening við og kryddið til með salti og pipar. Hrærið vel í sósunni og berið fram með kjötinu. Ferskur aspas Sjóðið aspasinn í vel söltu vatni í 3 mínútur, takið aspasinn upp úr pottinum og þerrið vel með eldhúspappír. Leggið aspasinn í eldfast mót og sáldrið smá olíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Bakið við 200°C í 3 – 4 mínútur. Njótið vel. Ástin og lífið Matur Uppskriftir Matarást Tengdar fréttir Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fjölmiðla- og matreiðslukonan Eva Laufey Kjaran elskar að gleðja fólkið í kringum sig með góðum mat. Því er ekki úr vegi að fá Evu til að deila með Makamálum hvað það er sem helst gleður bragðlauka maka hennar heima við. Kynnumst Matarást Evu Laufeyjar. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Mig minnir að ég hafi eldað handa honum og fyrir okkur íslenskan lambahrygg, það er í uppáhaldið hjá okkur báðum og foreldrar hans elda einstaklega góðan hægeldaðan lambahrygg og ég held svei mér þá að það hafi verið fyrsta heimaeldaða máltíðin, þá vorum við ábyggilega 18 ára. Hvor ykkar eldar meira? Ég, hann eldar yfirleitt ekki en reddar góðum skyndibita. Ég sé yfirleitt um eldamennskuna enda kemst hann sennilega ekki að í eldhúsinu – það er svolítið minn staður. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Þá veljum við staði sem bjóða upp á fjölbreyttan matseðil. Við erum með ólíkan matarsmekk og það verður að vera kjöt og fiskur á matseðlinum sem er yfirleitt alltaf. Það eru svo ótrúlega margir veitingastaðir sem eru spennandi. Sushi Social og Grillmarkaðurinn eru í uppáhaldi hjá okkur. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona yfirleitt. En stundum er tvírétta eða þrírétta – og það er bara skemmtilegra. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Eiginlega bara rosalega margt. Hann er svolítið matvandur og er kannski aðeins hræddari við að prófa nýjungar. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans? Nautalund með piparsósu er án efa í uppáhaldi hjá honum og ég elska að elda þá máltíð fyrir hann. Það er alltaf skemmtilegast að elda mat sem fólk heldur sérstaklega upp á. Hamingjan leynir sér ekki. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Velja veitingastað, ef þið ætlið út, sem hentar báðum aðilum. Það er súrt að fara á stað sem býður ekki upp á fjölbreytt úrval og annar aðilinn getur þá mögulega ekki borðað neitt. Velja veitingastaðinn vel og skoða matseðilinn á netinu áður. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mjög mikilvægt og sérstaklega þegar maður á lítil börn og matartímarnir verða oft skrautlegir, þá er nauðsynlegt að eiga date-kvöld einu sinni í viku. Það er sniðugt að gefa börnunum fyrst að borða, koma þeim niður og elda síðan eitthvað sérstaklega gott sem börnin fá alls ekki (Djók!). Bara að njóta þess að borða í rólegheitum, það er alveg möst. Matur er svo mikilvægur og samveran sem skapast í kringum mat. Þess vegna verðum við að passa að hlúa að því að eiga þessi kvöld þar sem við eldum sérstaklega góðan og vel valinn mat fyrir makann okkar. Það þarf ekki alltaf að fara fínt út að borða – það er vel hægt að skapa sömu rómó stemningu heima í stofu. Nautalund með piparostasósu og hvítlaukskartöflum Nautalundirnar 1 kg nautalund, skorin í fjóra jafnstóra bita svartur pipar og gróft sjávarsalt 4-5 msk smjör Hvítlaukskartöflur 5 stórar kartöflur 12 hvítlauksrif 2 msk ólífuolía 1 msk smátt saxað rósmarín salt og pipar Piparostasósa 1 askja sveppir 400 ml rjómi ½ piparostur ½ kjúklingakraftsteningur smávegis af rósmarín, Ofnbakaður aspas Grænn ferskur aspas Salt og pipar Ólífuolía Nautalundir Bræðið smjörið á pönnu. Kryddið nautalundina með salti og pipar og brúnið vel á öllum hliðum. Setjið hana í eldfast mót og steikið við 200°C í 10 – 12 mínútur. Látið kjötið standa á borðinu í að minnsta kosti 8 mínútur áður en þið berið það fram. Aðsend mynd Hvítlaukskartöflur Hitið ofninn í 200°C. Skolið kartöflurnar og skerið í báta. Leggið kartöflurnar og hvítlauksrifin í eldfast mót, sáldrið ólíuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Setjið í ofn og bakið í 55-60 mínútur. Hrærið í kartöflunum 2 x 3 á meðan eldun stendur. Piparostasósa Þessa sósa er ljúffeng ein og sér, svo góð er hún. Hún hentar vel með kjöti, kjúkling og pastaréttum. Skerið niður sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman og bætið piparostinum út í. Náið upp suðu og leyfið ostinum að bráðna við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið kjúklingatening við og kryddið til með salti og pipar. Hrærið vel í sósunni og berið fram með kjötinu. Ferskur aspas Sjóðið aspasinn í vel söltu vatni í 3 mínútur, takið aspasinn upp úr pottinum og þerrið vel með eldhúspappír. Leggið aspasinn í eldfast mót og sáldrið smá olíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Bakið við 200°C í 3 – 4 mínútur. Njótið vel.
Ástin og lífið Matur Uppskriftir Matarást Tengdar fréttir Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07
„Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00