Íslenski boltinn

Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Blika og Gróttu fyrr á þessari leiktíð.
Úr leik Blika og Gróttu fyrr á þessari leiktíð. vísir/daníel

Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu.

Liðin drógust saman í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og átti leikurinn að fara fram í Noregi í síðari hluta þessa mánaðar.

Nú er hins vegar Ísland komið á rauðan lista hjá Norðmönnum, eins og segir í frétt Nettavisen, og því verða þeir Íslendingar sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví.

Það er því áhugavert að sjá hvað verður um leikinn en takist Breiðabliki ekki að komast til Noregs vegna reglna þar í landi, þá verður liðinu dæmdur 3-0 sigur og sæti í 2. umferðinni.

Allt útlit er fyrir að Breiðablik muni mæta Víkingi á sunnudaginn en líkur eru á að íslenski boltinn hefjist aftur á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×