Erlent

Alvarlegt lestarslys í Skotlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill reykur er á slysstað.
Mikill reykur er á slysstað. Mynd/Twitter

Mikill viðbúnaður er nú nærri Stonehaven í Aberdeen-skírí Skotlands þar sem farþegalest virðist hafa farið af spornum. Fyrstu fregnir benda til þess að um alvarlegt slys sé að ræða.

Í frétt BBC segir að um 30 tæki viðbragðsaðila séu nú á vettvangi og mikill fjöldi viðbragðsaðila hafi brugðist við slysinu en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, lýsir slysinu sem mjög alvarlegu atviki á Twitter-síðu hennar.

Á myndum frá vettvangi má sjá reyk stíga upp frá slysstað en svo virðist sem að um sé að ræða farþegalest með fjóra farþegavagna að því er fram kemur í frétt Sky News.

Þar segir að slysið sé rakið til einhvers konar jarðrasks en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×