Hver er þessi Kamala? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 11:30 Joe Biden og Kamala Harris, forseta og varaforsetaefni Demókrata. AP Photo/David J. Phillip Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent