Sá mikilvægasti í NBA-deildinni sendur í sturtu fyrir að skalla andstæðing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 12:30 Moritz Wagner heldur upp andlitið eftir að Giannis Antetokounmpo hafði skallað hann. Giannis Antetokounmpo sést fyrir aftan mjög ósáttur. AP/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum