Sport

Fjallið kveður aflraunirnar með tilfinningaþrungnu myndbandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjallið kveður.
Fjallið kveður. mynd/youtube/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson hefur ákveðið að segja skilið við keppni í aflraunum.

Hann gerði það um helgina, eftir að hafa orðið í tíunda sinn sterkasti maður Ísland, en keppnin fór fram á Selfossi.

Hafþór Júlíus hefur verið afar sigursæll, ekki bara hér heima, heldur líka á þeim keppnum sem hann hefur tekið þátt erlendis.

Aflraunirnar hafa m.a. skilað honum inn í þætti eins og Game of Thrones en hann segir í myndbandinu að hann sé þó ekki hættur að lyfta.

Það sé hans lifibrauð að lyfta lóðunum og þó að keppnisferillinn sé að baki, þá er hann ekki hættur alfarið að lyfta.

Í kveðjumyndbandinu þakkar hann fyrir sig. Hann þakkar unnustunni, fjölskyldunni og stuðningsmönnum fyrir hjálpina og stuðninginn í gegnum tíðina.

Fjallið fer nú að fullu afli að undirbúa sig fyrir box bardagann gegn Eddie Hall en þeir ætla að boxa í Las Vegas í september á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×