Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar