Lífið

„Neyðin kennir naktri konu að fara í spinning og allt það“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Vegna takmarkanna í skemmtanaiðnaðinum gefur eikarinn og uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson út uppistandið, Algjör Áttungur, á netinu.
Vegna takmarkanna í skemmtanaiðnaðinum gefur eikarinn og uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson út uppistandið, Algjör Áttungur, á netinu. Aðsend mynd

Uppistandarinn og leikarinn Þórhallur Þórhallsson gefur út uppistandssýninguna Algjör Áttungur á vefmiðlinum Vimeo, en þar getur fólk keypt aðgang að sýningunni á 10 dollara. 

Verkið samdi Þórhallur árið 2017 og var það gefið út árið 2018 af Sjónvarpi Símans. Vegna takmarkanna í skemmtanaiðnaðinum segist Þórhallur hafa ákveðið að fara þessa leið. 

Það vita allir hvernig ástandið er núna í þjóðfélaginu. Við sem störfum við það að skemmta fólki sitjum á hakanum, því að allt liggur niðri.

Í sýningunni, Algjör Áttungur, fer Þórhallur yfir feril sinn sem uppistandara og er sýningin rúmar 50 mínútur að lengd.

„Ég er að fara aðeins yfir ferilinn minn, lífið mitt sem kvíðasjúklingur og hvernig það er lifa á fornri frægð með titilinn „Fyndnasti maður Íslands“ í farteskinu“, segir Þórhallur og bætir því við að með þessu hafi fólk tækifæri til að kaupa uppistand milliliðalaust.

„Mér finnst þetta alveg borðleggjandi, þið styrkið mig og skemmtið ykkur í leiðinni. Ég varð að gera eitthvað. Neyðin kennir naktri konu að fara í spinning og allt það".

Þegar Þórhallur er spurður nánar út í nafnið á sýningunni segir hann ömmu sína hafa komið þar við sögu.

Orðið kemur beint frá ömmu minni, áttungur. Hún sagði að áttungur væri einhver sem væri vitlausari hálfviti, því aðeins einn áttundi af heilanum virkar. Hún bjó þetta orð bara til, haha!

Hægt er að sjá stiklu úr sýningunni hér fyrir neðan. 

Aðsend mynd

Tengdar fréttir

Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla

„Ég hef ekkert verið að fara á stefnumót enda þykir mér þau einstaklega vandræðaleg og kvíðavaldandi“, segir Einhleypa vikunnar Þórhallur Þórhallson leikari og uppistandari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.