Innlent

Hitamet sumarsins slegið í dag

Sylvía Hall skrifar
Hitinn fór upp í 25 stig á Egilsstöðum í dag.
Hitinn fór upp í 25 stig á Egilsstöðum í dag. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir úrkomu á vestanverðu landinu var einstaklega gott veður á norðaustanverðu landinu í dag. Hitamet sumarsins var slegið þegar hitinn fór í 25 stig á Egilsstöðum en hiti hefur aðeins fjórum sinnum farið í 25 stig á landinu á síðustu tíu árum.

Þetta kemur fram í færslu Veðurstofu Íslands þar sem segir einnig að nokkuð hlýtt hafi verið á hálendinu í dag og mældist hitinn í Möðrudal 21,9 stig.

Í kvöld og í nótt dregur úr úrkomu á vestanverðu landinu en rigningu er spáð aftur seinnipartinn á morgun. Þá verður áfram þurrt á norðaustanverðu landinu og hiti á bilinu 16 til 23 stig.

Þá er útlit fyrir hvassa vindstrengi á norðanverðu Snæfellsnesi seint á morgun með hviðum sem geta náð 30 metrum á sekúndu. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×