Innlent

Hófu eftir­grennslan eftir að neyðar­kall barst

Atli Ísleifsson skrifar
Hvanngil að Fjallabaki.
Hvanngil að Fjallabaki. Vísir/vilhelm

Skálaverðir hjá Ferðafélagi Íslands og björgunarsveitarmenn hófu eftirgrennslan að Fjallabaki eftir að neyðarkall barst á rás á VHF-kerfinu í gærkvöldi.

Þetta staðfestir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við Vísi. Hann segir að um hafi verið að ræða neyðarkall á talstöðvarrás sem einna mest hafi verið notuð að Fjallabaki síðustu áratugina.

„Skálaverðir skoðuðu sitt nærumhverfi og björgunarsveitin Stjarnan kannaði nokkur vöð. Eftir það var látið gott heita. Það var ekkert meira gert enda erfitt að fara eftir svona kalli. Það getur í raun verið hvar sem er og gæti allt eins verið gabb.“

Jónas segir að kallið hafi komið um klukkan 22:30 í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×