Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 22:32 Grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar helst virkuðu vel í rannsókninni. Þorkell Þorkelsson/Landspítali Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30