Heiðarlegur McIlroy setti boltann í verri legu en hann þurfti Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 17:07 McIlroy tók drengilega ákvörðun í gær. getty/Darren Carroll Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira