Erlent

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen segir að Danir hafi slakað of mikið á í baráttu sinni gegn kórónuveirunni að undanförnu.
Mette Frederiksen segir að Danir hafi slakað of mikið á í baráttu sinni gegn kórónuveirunni að undanförnu. Getty

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að slaka á aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til stóð að opna tónleikasali og næturklúbba á ný nú í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.

Þetta segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við Avisen. Hún segir Dani hafa byrjað að sofna á verðinum og útilokar hún ekki að mögulegt verði að skylda notendur almenningssamgangna að bera grímur.

Frederiksen segir að fjöldi skráðra smita í Danmörku hafi hækkað og að margir hafi gleymt eða hreinlega sleppt því að fara að þeim ráðleggingum sem miða að því að hefta útbreiðsluna.

„Bilið milli okkar minnkar. Samskipti okkar við fleiri hafa aukist. Við erum nú á þeim stað, að næstu vikurnar ráða því hvernig haustið verður sem við nú siglum inn í,“ segir Frederiksen.

Forsætisráðherrann segir þó að allt líti út fyrir að hægt verði að opna skóla nú þegar nýtt skólaár gengur í garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×