Lífið

Háhyrningar léku sér í flæðarmálinu

Sylvía Hall skrifar
Að sögn Ragnars voru háhyrningarnir óvenju nálægt landi.
Að sögn Ragnars voru háhyrningarnir óvenju nálægt landi. Skjáskot

Rithöfundur Ragnar Helgi Ólafsson var staddur fyrir utan Flatey að telja fugla þegar hann sá fimm háhyrninga leika sér í flæðarmálinu. Á myndbandi sem Ragnar tók sést hversu nálægt háhyrningarnir voru.

„Þeir voru að velta sér þarna alveg upp við okkur, það var svolítið skrítið. Þeir voru svo rosalega nálægt, ég hef séð ýmislegt en þeir voru óvenju nærri,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.

Hann telur líklegt að um fjölskyldu hafi verið að ræða, í það minnsta hafi eitt karldýr verið sérstaklega áberandi. Hann telur líklegt að tvö kvendýr hafi verið með í för ásamt tveimur kálfum.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

Klippa: Háhyrningar í Breiðafirði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.