Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 14:26 Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40